Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. janúar 2016 19:00 Aron Pálmarsson fór á kostum í kvöld og skoraði átta mörk. vísir/valli Ísland byrjaði EM í Póllandi með stæl í kvöld, en strákarnir okkar unnu dramatískan sigur á Noregi, 26-25, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Frábær sigur hjá okkar mönnum og mikilvægur upp á framhaldið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Katowice og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin en strákarnir okkar svöruðu með tveimur í röð. Norska liðið hafði þó frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn fyrir utan þegar Guðjón Valur kom Íslandi yfir úr vítakasti í 7-6. Eins og í síðasta vináttuleiknum fyrir mótið byrjaði Arnór Atlason í leikstjórandahlutverkinu í stað Snorra Steins og hann skilaði einu marki í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson var allt í öllu að vanda og var kominn með þrjú mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir að sókn íslenska liðsins var kominn í smá rugl. Sóknarleikurinn í heild sinni var ekki góður í fyrri hálfleik enda skoraði liðið aðeins tíu mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Alexander Petersson sýndi gamalkunna takta og jarðaði ungstirnið hjá Noregi, Sander Sagosen, skipti eftir skipti. Alexander var í sínum gamla góða gír með rifna treyju og blóðgaður eftir aðeins tíu mínútur. Þrátt fyrir góðan varnarleik fékk íslenska liðið ekki eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þess utan var lítið sem ekkert hornaspil og skoraði Guðjón Valur því aðeins tvö mörk og þau bæði úr vítaköstum. Íslenska vörnin sótti mjög framarlega í fyrri hálfleik og stöðvaði skyttur Norðmanna mjög snemma. Þannig gekk strákunum okkar erfiðlega að vinna boltann og reyna að búa til einhver hraðaupphlaupsmörk. Noregur fékk ekki nema tvö varin skot frá reynsluboltanum Ole Erevik en Björgvin Páll varði fimm skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Munurinn lá meira og minna í töpuðum boltum í fyrri hálfleik. Ísland tapaði sex boltum á móti tveimur hjá Noregi. Sóknarleikurinn var betri í seinni hálfleik en áfram dró Aron Pálmarsson vagninn. Hann var algjörlega magnaður í kvöld og skoraði átta mörk úr tólf skotum auk þess sem hann mataði félaga sína með stoðsendingum. Íslenska liðið komst í fína stöðu, 19-16, en brottvísanir gerðu liðinu erfitt fyrir og komst Noregur þannig aftur inn í leikinn, 19-19. Strákarnir okkar voru með frumkvæðið til loka leiks og voru yfir, 25-23, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason tveggja mínútna brottvísun og eftir það jöfnuðu Norðmenn leikinn í 25-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sigurmarkið, 26-25, eftir vel útfærða lokasókn Íslands, en Björgvin Páll Gústavson var svo hetjan þegar hann varði lokaskot Norðmanna um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn gaf fín fyrirheit um restina af mótinu, allavega seinni hálfleikurinn. Varnarleikurinn var góður, Björgvin öflugur í seinni hálfleik og fleiri skiluðu góðri vakt í vörninni í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aron Pálmarsson var óumdeilanlega maður leiksins en Alexander Petersson var einnig öflugur í vörninni og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn á móti Hvíta-Rússlandi. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Ísland byrjaði EM í Póllandi með stæl í kvöld, en strákarnir okkar unnu dramatískan sigur á Noregi, 26-25, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Frábær sigur hjá okkar mönnum og mikilvægur upp á framhaldið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Katowice og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin en strákarnir okkar svöruðu með tveimur í röð. Norska liðið hafði þó frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn fyrir utan þegar Guðjón Valur kom Íslandi yfir úr vítakasti í 7-6. Eins og í síðasta vináttuleiknum fyrir mótið byrjaði Arnór Atlason í leikstjórandahlutverkinu í stað Snorra Steins og hann skilaði einu marki í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson var allt í öllu að vanda og var kominn með þrjú mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir að sókn íslenska liðsins var kominn í smá rugl. Sóknarleikurinn í heild sinni var ekki góður í fyrri hálfleik enda skoraði liðið aðeins tíu mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Alexander Petersson sýndi gamalkunna takta og jarðaði ungstirnið hjá Noregi, Sander Sagosen, skipti eftir skipti. Alexander var í sínum gamla góða gír með rifna treyju og blóðgaður eftir aðeins tíu mínútur. Þrátt fyrir góðan varnarleik fékk íslenska liðið ekki eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þess utan var lítið sem ekkert hornaspil og skoraði Guðjón Valur því aðeins tvö mörk og þau bæði úr vítaköstum. Íslenska vörnin sótti mjög framarlega í fyrri hálfleik og stöðvaði skyttur Norðmanna mjög snemma. Þannig gekk strákunum okkar erfiðlega að vinna boltann og reyna að búa til einhver hraðaupphlaupsmörk. Noregur fékk ekki nema tvö varin skot frá reynsluboltanum Ole Erevik en Björgvin Páll varði fimm skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Munurinn lá meira og minna í töpuðum boltum í fyrri hálfleik. Ísland tapaði sex boltum á móti tveimur hjá Noregi. Sóknarleikurinn var betri í seinni hálfleik en áfram dró Aron Pálmarsson vagninn. Hann var algjörlega magnaður í kvöld og skoraði átta mörk úr tólf skotum auk þess sem hann mataði félaga sína með stoðsendingum. Íslenska liðið komst í fína stöðu, 19-16, en brottvísanir gerðu liðinu erfitt fyrir og komst Noregur þannig aftur inn í leikinn, 19-19. Strákarnir okkar voru með frumkvæðið til loka leiks og voru yfir, 25-23, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason tveggja mínútna brottvísun og eftir það jöfnuðu Norðmenn leikinn í 25-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sigurmarkið, 26-25, eftir vel útfærða lokasókn Íslands, en Björgvin Páll Gústavson var svo hetjan þegar hann varði lokaskot Norðmanna um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn gaf fín fyrirheit um restina af mótinu, allavega seinni hálfleikurinn. Varnarleikurinn var góður, Björgvin öflugur í seinni hálfleik og fleiri skiluðu góðri vakt í vörninni í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aron Pálmarsson var óumdeilanlega maður leiksins en Alexander Petersson var einnig öflugur í vörninni og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn á móti Hvíta-Rússlandi.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti