Pólverjar lentu ekki í vandræðum með Hvíta-Rússland á EM í Póllandi í kvöld og unnu sannfærandi sigur, 32-27, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13.
Michal Jurecki fór mikinn í leiknum og skoraði níu mörk en Michal Szyba kom næstur með sex mörk. Slawomir Szmal átti líka fínan leik í markinu og varði ellefu skot. Siarhei Shylovich skoraði sex mörk fyrir Hvít-Rússa. Stórskyttan Siarhei Rutenka meiddist strax í upphafi leiksins og spilaði ekkert eftir það.
Pólverjar eru með sex stig í milliriðli 1, rétt eins og Frakkland. Norðmenn eru hins vegar á toppnum með sjö stig.
Tvö efstu liðin komast í undanúrslitin en Pólverjar mæta Króötum í lokaumferðinni og njóta góðs af því að Frakkland og Noregur mætast innbyrðis. Sigur á Króatíu mun því duga liðinu til að fara í undanúrslitin.
Króatar eru með fjögur stig og eiga enn möguleika á sæti í undanúrslitum. Til þess þyrftu Króatar að vinna átta marka sigur á Pólverjum og treysta á að Noregur vinni Frakkland.
Makedónía (1 stig) og Hvíta-Rússland (0) stig eru í tveimur neðstu sætum milliriðils 1.
Auðvelt hjá Pólverjum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn