Sjóðheitt myndband frá Bergljótu Arnalds: Allt tekið upp ofan í vatni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. febrúar 2016 12:30 Virkilega skemmtilegt myndband og lag. vísir Visir frumsýnir í dag nýtt myndband frá Bergljótu Arnalds en það er all sérstakt fyrir þær sakir að það er allt tekið ofan í vatni. Lagið heitir Rain og hefur hún nú þegar hlaðið því inn á YouTube. Upptökur hafa staðið yfir öðru hverju í yfir um átta mánaða skeið og var aðeins stuðst við náttúrulýsingar, utan eina töku sem tekin er að kvöldlagi þegar himinninn er svartur. „Það er erfitt að vera við tökur ofan í vatni, þurfa að vera með opin augu, halda niðrí sér andanum og vera samt alveg afslappaður eins og vatnið umleiki mann án þess að valda þrýstingi,“ segir Bergljót. „Það hefði aldrei verið hægt að gera þetta á einum tökudegi, það reynir alltof mikið á augun, auk þess sem þessi ótrúlega fjölbreytni í lýsingu hefði aldrei náðst. Það dásamlega við vatnið er að þar gilda allt önnur þyngdarlögmál, líkt og maður sé svífandi um ævintýrageim.“ Bergljót Arnalds segir að lagið sé dreymandi og líði áfram eins og vatn. „Það skiptir frá 4/4 yfir í 3/4 og ýmist valhoppar eins og lækjartaumur yfir litla grjóthnullunga eða líður mjúklega áfram.“ Hér að neðan má sjá myndbandið. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Visir frumsýnir í dag nýtt myndband frá Bergljótu Arnalds en það er all sérstakt fyrir þær sakir að það er allt tekið ofan í vatni. Lagið heitir Rain og hefur hún nú þegar hlaðið því inn á YouTube. Upptökur hafa staðið yfir öðru hverju í yfir um átta mánaða skeið og var aðeins stuðst við náttúrulýsingar, utan eina töku sem tekin er að kvöldlagi þegar himinninn er svartur. „Það er erfitt að vera við tökur ofan í vatni, þurfa að vera með opin augu, halda niðrí sér andanum og vera samt alveg afslappaður eins og vatnið umleiki mann án þess að valda þrýstingi,“ segir Bergljót. „Það hefði aldrei verið hægt að gera þetta á einum tökudegi, það reynir alltof mikið á augun, auk þess sem þessi ótrúlega fjölbreytni í lýsingu hefði aldrei náðst. Það dásamlega við vatnið er að þar gilda allt önnur þyngdarlögmál, líkt og maður sé svífandi um ævintýrageim.“ Bergljót Arnalds segir að lagið sé dreymandi og líði áfram eins og vatn. „Það skiptir frá 4/4 yfir í 3/4 og ýmist valhoppar eins og lækjartaumur yfir litla grjóthnullunga eða líður mjúklega áfram.“ Hér að neðan má sjá myndbandið.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið