Ætlaði mér að synda miklu hraðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2016 06:00 Eygló Ósk stingur sér til sunds í gær. vísir/epa Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir varð að gera sér 6. sætið að góðu í 200 metra baksundi á EM í 50 metra laug í London í gær. Hún viðurkennir að hafa vonast eftir betri árangri. „Ég ætlaði mér að gera betur ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég ætlaði mér að synda miklu hraðar,“ sagði Eygló í samtali við Fréttablaðið eftir úrslitasundið í gær. Sundkonan öfluga, sem var valin íþróttamaður ársins 2015, byrjaði úrslitasundið af krafti og var í 3. sæti eftir fyrstu 50 metrana. Eftir 100 metrana var Eygló komin niður í 4. sætið og hún gaf svo verulega eftir á lokametrunum og endaði að lokum í 6. sæti. Eygló synti á tímanum 2:11,91 mínútu og var 4,9 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Katinku Hosszu frá Ungverjalandi. Eygló var nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á HM í Kazan í Rússlandi í fyrra; 02:09,04 mínútur. „Ég verð bara að nýta mér þetta sund, læra af mínum mistökum og gera betur á morgun [í dag]. Mótið er ekki búið,“ sagði Eygló. En hvaða mistök gerði hún í úrslitasundinu, svona eftir á að hyggja? „Ég fann ekki nógu góða tilfinningu í sundinu þannig að ég held að ég hafi stressað mig of mikið og byrjað að synda of hratt. Þess vegna var ég alveg búin á því síðustu 50 metrana. Ég fann ekki taktinn í þessu sundi,“ sagði Eygló sem keppir í undanrásum í 100 baksundi á morgun. „Fyrsta markmið er að komast í undanúrslitin og keyra allt í botn,“ bætti hún við. Eygló keppir einnig í 50 metra sundi á föstudaginn og lýkur svo leik í 4x100 metra boðsundi á sunnudaginn. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru einnig í eldlínunni í London í gær. Anton keppti til úrslita í 100 metra bringusundi og endaði í sjöunda og næstneðsta sæti. Anton synti á tímanum 1:01,29 en Íslandsmet hans í greininni er 01:00,53 mínútur. Anton syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi í dag. Hrafnhildur gerði það gott í undanúrslitum í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur, sem keppti í seinni, og mun hraðari undanúrslitariðlinum, og var með næstbesta tímann, 1:07,28 mínútur. Hin litháíska Ruta Meilutyte var sú eina sem náði betri tíma en Hrafnhildur í undanúrslitunum en hún synti á 1:06,16. Fjórar bestu sundkonurnar í undanúrslitunum voru með Hrafnhildi í riðli. Úrslitasundið í 100 metra bringusundi hefst klukkan 17:57 í dag, að íslenskum tíma. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45 Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52 Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30 Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48 Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir varð að gera sér 6. sætið að góðu í 200 metra baksundi á EM í 50 metra laug í London í gær. Hún viðurkennir að hafa vonast eftir betri árangri. „Ég ætlaði mér að gera betur ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég ætlaði mér að synda miklu hraðar,“ sagði Eygló í samtali við Fréttablaðið eftir úrslitasundið í gær. Sundkonan öfluga, sem var valin íþróttamaður ársins 2015, byrjaði úrslitasundið af krafti og var í 3. sæti eftir fyrstu 50 metrana. Eftir 100 metrana var Eygló komin niður í 4. sætið og hún gaf svo verulega eftir á lokametrunum og endaði að lokum í 6. sæti. Eygló synti á tímanum 2:11,91 mínútu og var 4,9 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Katinku Hosszu frá Ungverjalandi. Eygló var nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á HM í Kazan í Rússlandi í fyrra; 02:09,04 mínútur. „Ég verð bara að nýta mér þetta sund, læra af mínum mistökum og gera betur á morgun [í dag]. Mótið er ekki búið,“ sagði Eygló. En hvaða mistök gerði hún í úrslitasundinu, svona eftir á að hyggja? „Ég fann ekki nógu góða tilfinningu í sundinu þannig að ég held að ég hafi stressað mig of mikið og byrjað að synda of hratt. Þess vegna var ég alveg búin á því síðustu 50 metrana. Ég fann ekki taktinn í þessu sundi,“ sagði Eygló sem keppir í undanrásum í 100 baksundi á morgun. „Fyrsta markmið er að komast í undanúrslitin og keyra allt í botn,“ bætti hún við. Eygló keppir einnig í 50 metra sundi á föstudaginn og lýkur svo leik í 4x100 metra boðsundi á sunnudaginn. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru einnig í eldlínunni í London í gær. Anton keppti til úrslita í 100 metra bringusundi og endaði í sjöunda og næstneðsta sæti. Anton synti á tímanum 1:01,29 en Íslandsmet hans í greininni er 01:00,53 mínútur. Anton syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi í dag. Hrafnhildur gerði það gott í undanúrslitum í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur, sem keppti í seinni, og mun hraðari undanúrslitariðlinum, og var með næstbesta tímann, 1:07,28 mínútur. Hin litháíska Ruta Meilutyte var sú eina sem náði betri tíma en Hrafnhildur í undanúrslitunum en hún synti á 1:06,16. Fjórar bestu sundkonurnar í undanúrslitunum voru með Hrafnhildi í riðli. Úrslitasundið í 100 metra bringusundi hefst klukkan 17:57 í dag, að íslenskum tíma.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45 Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52 Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30 Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48 Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45
Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52
Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30
Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48
Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09