Ætlaði mér að synda miklu hraðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2016 06:00 Eygló Ósk stingur sér til sunds í gær. vísir/epa Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir varð að gera sér 6. sætið að góðu í 200 metra baksundi á EM í 50 metra laug í London í gær. Hún viðurkennir að hafa vonast eftir betri árangri. „Ég ætlaði mér að gera betur ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég ætlaði mér að synda miklu hraðar,“ sagði Eygló í samtali við Fréttablaðið eftir úrslitasundið í gær. Sundkonan öfluga, sem var valin íþróttamaður ársins 2015, byrjaði úrslitasundið af krafti og var í 3. sæti eftir fyrstu 50 metrana. Eftir 100 metrana var Eygló komin niður í 4. sætið og hún gaf svo verulega eftir á lokametrunum og endaði að lokum í 6. sæti. Eygló synti á tímanum 2:11,91 mínútu og var 4,9 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Katinku Hosszu frá Ungverjalandi. Eygló var nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á HM í Kazan í Rússlandi í fyrra; 02:09,04 mínútur. „Ég verð bara að nýta mér þetta sund, læra af mínum mistökum og gera betur á morgun [í dag]. Mótið er ekki búið,“ sagði Eygló. En hvaða mistök gerði hún í úrslitasundinu, svona eftir á að hyggja? „Ég fann ekki nógu góða tilfinningu í sundinu þannig að ég held að ég hafi stressað mig of mikið og byrjað að synda of hratt. Þess vegna var ég alveg búin á því síðustu 50 metrana. Ég fann ekki taktinn í þessu sundi,“ sagði Eygló sem keppir í undanrásum í 100 baksundi á morgun. „Fyrsta markmið er að komast í undanúrslitin og keyra allt í botn,“ bætti hún við. Eygló keppir einnig í 50 metra sundi á föstudaginn og lýkur svo leik í 4x100 metra boðsundi á sunnudaginn. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru einnig í eldlínunni í London í gær. Anton keppti til úrslita í 100 metra bringusundi og endaði í sjöunda og næstneðsta sæti. Anton synti á tímanum 1:01,29 en Íslandsmet hans í greininni er 01:00,53 mínútur. Anton syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi í dag. Hrafnhildur gerði það gott í undanúrslitum í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur, sem keppti í seinni, og mun hraðari undanúrslitariðlinum, og var með næstbesta tímann, 1:07,28 mínútur. Hin litháíska Ruta Meilutyte var sú eina sem náði betri tíma en Hrafnhildur í undanúrslitunum en hún synti á 1:06,16. Fjórar bestu sundkonurnar í undanúrslitunum voru með Hrafnhildi í riðli. Úrslitasundið í 100 metra bringusundi hefst klukkan 17:57 í dag, að íslenskum tíma. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45 Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52 Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30 Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48 Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir varð að gera sér 6. sætið að góðu í 200 metra baksundi á EM í 50 metra laug í London í gær. Hún viðurkennir að hafa vonast eftir betri árangri. „Ég ætlaði mér að gera betur ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég ætlaði mér að synda miklu hraðar,“ sagði Eygló í samtali við Fréttablaðið eftir úrslitasundið í gær. Sundkonan öfluga, sem var valin íþróttamaður ársins 2015, byrjaði úrslitasundið af krafti og var í 3. sæti eftir fyrstu 50 metrana. Eftir 100 metrana var Eygló komin niður í 4. sætið og hún gaf svo verulega eftir á lokametrunum og endaði að lokum í 6. sæti. Eygló synti á tímanum 2:11,91 mínútu og var 4,9 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Katinku Hosszu frá Ungverjalandi. Eygló var nokkuð frá Íslandsmetinu sem hún setti á HM í Kazan í Rússlandi í fyrra; 02:09,04 mínútur. „Ég verð bara að nýta mér þetta sund, læra af mínum mistökum og gera betur á morgun [í dag]. Mótið er ekki búið,“ sagði Eygló. En hvaða mistök gerði hún í úrslitasundinu, svona eftir á að hyggja? „Ég fann ekki nógu góða tilfinningu í sundinu þannig að ég held að ég hafi stressað mig of mikið og byrjað að synda of hratt. Þess vegna var ég alveg búin á því síðustu 50 metrana. Ég fann ekki taktinn í þessu sundi,“ sagði Eygló sem keppir í undanrásum í 100 baksundi á morgun. „Fyrsta markmið er að komast í undanúrslitin og keyra allt í botn,“ bætti hún við. Eygló keppir einnig í 50 metra sundi á föstudaginn og lýkur svo leik í 4x100 metra boðsundi á sunnudaginn. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir voru einnig í eldlínunni í London í gær. Anton keppti til úrslita í 100 metra bringusundi og endaði í sjöunda og næstneðsta sæti. Anton synti á tímanum 1:01,29 en Íslandsmet hans í greininni er 01:00,53 mínútur. Anton syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi í dag. Hrafnhildur gerði það gott í undanúrslitum í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur, sem keppti í seinni, og mun hraðari undanúrslitariðlinum, og var með næstbesta tímann, 1:07,28 mínútur. Hin litháíska Ruta Meilutyte var sú eina sem náði betri tíma en Hrafnhildur í undanúrslitunum en hún synti á 1:06,16. Fjórar bestu sundkonurnar í undanúrslitunum voru með Hrafnhildi í riðli. Úrslitasundið í 100 metra bringusundi hefst klukkan 17:57 í dag, að íslenskum tíma.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45 Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52 Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30 Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48 Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti Anton Sveinn Mckee endaði í sjöunda sæti í úrslitasundi í 100 metra bringusundi karla á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 17:45
Hrafnhildur í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í úrslitasundið í 100 metra bringusundi kvenna á Evrópumótinu í sundi í London. 17. maí 2016 17:52
Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis. 17. maí 2016 18:30
Hrafnhildur með fimmta besta tímann í undanúrslit Gat tekið því rólega í undanrásum í 100 m bringusundi á EM í sundi í morgun. 17. maí 2016 09:48
Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London. 17. maí 2016 18:09