Hlutabréfamarkaðir hrynja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 09:46 Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB Vísir/Getty Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu hafa hríðfallið það sem af er degi eftir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslur Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið.Breska pundið hefur fallið um tíu prósent og hefur ekki verið lægra síðan 1985. Fjárfestar voru einnig snöggir til að losa sig við hlutabréf í evrópskum fyrirtækjum og hafa hlutabréfavísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fallið um sjö til tíu prósent. Hlutabréf breskra banka hrundu í morgun en hlutabréf bankanna Barclays og RBS féllu um allt að 30 prósent. Úrslit kosninganna urðu ljós á meðan markaðir í Asíu voru enn opnir og féll hlutabréfavísitalan Nikkei í Japan um sjö prósent. Olíuverð hefur einnig lækkað í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem búist er við að muni hafa enn frekar áhrif á heimsmarkaði en mikil óvissa ríkir nú um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands úr ESB muni hafa. „Þetta er ógnvekjandi og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir James Butterfill, sérfræðingur hjá ETF Securites í London. „Mjög margir munu tapa miklum fjárhæðum.“ Forsvarsmenn Englandsbanka segjast fylgjast vel með þróuninni á mörkuðum og að þeir muni grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að bregðast við stöðunni og róa fjárfesta. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu hafa hríðfallið það sem af er degi eftir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslur Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið.Breska pundið hefur fallið um tíu prósent og hefur ekki verið lægra síðan 1985. Fjárfestar voru einnig snöggir til að losa sig við hlutabréf í evrópskum fyrirtækjum og hafa hlutabréfavísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fallið um sjö til tíu prósent. Hlutabréf breskra banka hrundu í morgun en hlutabréf bankanna Barclays og RBS féllu um allt að 30 prósent. Úrslit kosninganna urðu ljós á meðan markaðir í Asíu voru enn opnir og féll hlutabréfavísitalan Nikkei í Japan um sjö prósent. Olíuverð hefur einnig lækkað í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem búist er við að muni hafa enn frekar áhrif á heimsmarkaði en mikil óvissa ríkir nú um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands úr ESB muni hafa. „Þetta er ógnvekjandi og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir James Butterfill, sérfræðingur hjá ETF Securites í London. „Mjög margir munu tapa miklum fjárhæðum.“ Forsvarsmenn Englandsbanka segjast fylgjast vel með þróuninni á mörkuðum og að þeir muni grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að bregðast við stöðunni og róa fjárfesta.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25