Birgir Leifur: Unaðsleg tilfinning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 16:55 Birgir Leifur Hafþórsson Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi með frábærum lokahring á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri. Birgir Leifur kláraði hringina fjóra á 276 höggum eða átta höggum undir pari en hann lék fjórða hringinn á fimm höggum undir pari. „Tilfinning er bara unaðsleg og kemur skemmtilega á óvart með góðum hring í lokin. Ég setti mér smá markmið að ná níu undir pari og eiga þá möguleika. Sem betur fer dugði að vera átta höggum undir pari," sagði Birgir Leifur Hafþórsson í samtali við Jón Júlíus Karlsson í útsendingu Rúv frá mótinu. „Þetta var mjög góður hringur hjá mér. Hann var mjög stöðugur. Það var lítið í gangi á fyrri níu holunum en svo fann ég gamla brellu úr bókinni. Ég breytti aðeins hjá mér í púttunum og það snarvirkaði. Það runnu niður nokkur pútt á seinni níu og þá leið mér allt í einu miklu betur," sagði Birgir Leifur.Sjá einnig:Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Hann var sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sinn og er orðinn sigursælasti kylfingur Íslandsmóts karla frá upphafi. „Ég setti mér markmið fyrir nokkrum árum þegar ég sá að ég átti tækifæri á því að ná þessu. Það er gaman að ná markmiðum. Það er yndisleg tilfinning þegar maður setur sér markmið og nær þeim. Þetta er góður dagur," sagði Birgir. En á þá ekki að bæta við fleirum á næstu árum. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Ég ætla að njóta þessa titils og sjá svo bara til," sagði Birgir Leifur. Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51 Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:33 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi með frábærum lokahring á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri. Birgir Leifur kláraði hringina fjóra á 276 höggum eða átta höggum undir pari en hann lék fjórða hringinn á fimm höggum undir pari. „Tilfinning er bara unaðsleg og kemur skemmtilega á óvart með góðum hring í lokin. Ég setti mér smá markmið að ná níu undir pari og eiga þá möguleika. Sem betur fer dugði að vera átta höggum undir pari," sagði Birgir Leifur Hafþórsson í samtali við Jón Júlíus Karlsson í útsendingu Rúv frá mótinu. „Þetta var mjög góður hringur hjá mér. Hann var mjög stöðugur. Það var lítið í gangi á fyrri níu holunum en svo fann ég gamla brellu úr bókinni. Ég breytti aðeins hjá mér í púttunum og það snarvirkaði. Það runnu niður nokkur pútt á seinni níu og þá leið mér allt í einu miklu betur," sagði Birgir Leifur.Sjá einnig:Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Hann var sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sinn og er orðinn sigursælasti kylfingur Íslandsmóts karla frá upphafi. „Ég setti mér markmið fyrir nokkrum árum þegar ég sá að ég átti tækifæri á því að ná þessu. Það er gaman að ná markmiðum. Það er yndisleg tilfinning þegar maður setur sér markmið og nær þeim. Þetta er góður dagur," sagði Birgir. En á þá ekki að bæta við fleirum á næstu árum. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Ég ætla að njóta þessa titils og sjá svo bara til," sagði Birgir Leifur.
Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51 Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:33 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00
Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51
Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:33