Agent Fresco á ferð um Evrópu 11. ágúst 2016 10:30 Agent Fresco verður í fyrsta skipti ekki á landinu í kringum Airwaves hátíðina. Mynd/James Lang Strákarnir í Agent Fresco hafa verið á mikilli sigurgöngu. Þeir áttu meðal annars plötu ársins og Arnór var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir hafa spilað út um nánast allan heim og hafa komið fram á öllum stærstu hátíðum hér á landi auk þess að hafa hitað upp fyrir stórsveitina Muse um síðustu helgi. Næst á dagskrá hjá Agent Fresco er að leggja í tónleikaferðalag um Evrópu – þeir byrja á að þvera Evrópu nánast í heild sinni og koma svo aðeins heim en halda síðan beint aftur á meginlandið þar sem þeir munu hita upp fyrir stórhljómsveitina Katatonia. „Það er langskemmtilegast að hita upp fyrir stærri hljómsveitir sem koma inn með aðdáendur sína og maður þarf bara að gefa þeim gott „show“ og vinna þá yfir. Þetta virkaði ógeðslega vel með Coheed and Cambria í janúar og núna ætlum við að taka þetta með Katatonia,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. Áður en þeir halda í þetta langa ferðalag munu þeir spila á tvennum tónleikum hér á landi en þessir tónleikar verða í kvöld á NASA og á morgun á Græna hattinum á Akureyri. „Þetta eru síðustu giggin okkar í ár. Það er svo bara spurning hvernig þetta lítur út á næsta ári. Við vitum ekkert hvað er að fara að gerast eftir þetta – hvort það verða fleiri tónleikar eða hvort við erum að fara að detta í pásu til að semja nýja plötu. Það er um að gera að sjá okkur þegar við erum fáránlega heitir og með megaþétt prógramm fyrir Evrópu sem við ætlum að prufukeyra,“ segir Arnór spenntur að lokum.Miða á tónleikana í kvöld má nálgast á enter.isMiðar á tónleikana á Græna hattinum fást hinsvegar á midi.is Airwaves Tónlist Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Strákarnir í Agent Fresco hafa verið á mikilli sigurgöngu. Þeir áttu meðal annars plötu ársins og Arnór var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir hafa spilað út um nánast allan heim og hafa komið fram á öllum stærstu hátíðum hér á landi auk þess að hafa hitað upp fyrir stórsveitina Muse um síðustu helgi. Næst á dagskrá hjá Agent Fresco er að leggja í tónleikaferðalag um Evrópu – þeir byrja á að þvera Evrópu nánast í heild sinni og koma svo aðeins heim en halda síðan beint aftur á meginlandið þar sem þeir munu hita upp fyrir stórhljómsveitina Katatonia. „Það er langskemmtilegast að hita upp fyrir stærri hljómsveitir sem koma inn með aðdáendur sína og maður þarf bara að gefa þeim gott „show“ og vinna þá yfir. Þetta virkaði ógeðslega vel með Coheed and Cambria í janúar og núna ætlum við að taka þetta með Katatonia,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. Áður en þeir halda í þetta langa ferðalag munu þeir spila á tvennum tónleikum hér á landi en þessir tónleikar verða í kvöld á NASA og á morgun á Græna hattinum á Akureyri. „Þetta eru síðustu giggin okkar í ár. Það er svo bara spurning hvernig þetta lítur út á næsta ári. Við vitum ekkert hvað er að fara að gerast eftir þetta – hvort það verða fleiri tónleikar eða hvort við erum að fara að detta í pásu til að semja nýja plötu. Það er um að gera að sjá okkur þegar við erum fáránlega heitir og með megaþétt prógramm fyrir Evrópu sem við ætlum að prufukeyra,“ segir Arnór spenntur að lokum.Miða á tónleikana í kvöld má nálgast á enter.isMiðar á tónleikana á Græna hattinum fást hinsvegar á midi.is
Airwaves Tónlist Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira