Við og hinir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 28. október 2016 07:00 Við vitum að á Íslandi eru stunduð mannúðarstörf. Með því er átt við fjölskylduhjálp, líknarmeðferð á sjúkrahúsum, endurhæfing þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, fjárgjafir til íbúa jarðskjálftasvæða sem hafa orðið illa úti og ...? Er þörf á að nefna fleira? Rauði krossinn á Íslandi telur 42 deildir og í Landsbjörgu eru yfir 18 þúsund félagar og sjálfboðaliðar. Við gerum ekki mun á hjálpar- og mannúðarstöfum af því að við erum siðrænir mannvinir og stundum þau þegar þarf. Sjálf höfum við þegið hjálp að utan í neyð og þakkað fyrir mannúð þegar náttúruöfl hafa gert okkur tjón, óhamingju og mannskaða. Okkur er ekki tamt að setja kostnað við mannúð upp á móti öðrum samfélagskostnaði og heimta að menn velji. Ópera eða líknardeild? Snjóflóðavarnir eða ókeypis máltíðir skólabarna? Móttaka bátafólks eða jarðgöng? Nei, svarið er einfaldlega bæði og... Í stríðshrjáðum löndum, sem má telja á annan tug, og löndum þar sem einföldustu mannréttindi eru úr gildi færð telst fólk í neyð. Það flýr til að finna lágmarksfrið og möguleika á að lifa mannsæmandi lífi. Samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu SÞ sem Íslendingar samþykkja og styðja (sjá 14. grein) „hafa allir rétt til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum". Orðin eru alveg ljós og við þau eigum við að standa enda segir í 30. grein að ekkert í yfirlýsingunni megi túlka á þann veg að nokkur ríki, hópi eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það sem stefni að því að gera að engu þau réttindi eða frelsi sem talin eru þar upp. Árið 2015 leituðu hingað 335 einstaklingar. Þar af hættu 15% við, 35% var synjað, 25% vísað frá og 82 eða 25% veitt hæli. Af fjöldanum sem leitaði hingað voru 151 í umsjón Útlendingastofnunar og 193 hjá þremur sveitarfélögum. Greitt er með hverjum og einum meðan úrlausn er ákveðin og rennur bróðurparturinn af því fé til umsjónaraðila en ekki til hvers hælisleitanda beint.Sammannlegt hlutverk Spáð var 600-800 umsóknum á þessu ári og voru 162 mál í vinnslu hjá hinu opinbera í janúar 2016. Fái t.d. 20% af 700 manns jákvæða úrlausn eru það 140 einstaklingar. Giska má á að nokkur hundruð manns hafi fengið hér hæli á einum áratugi; meðal tugþúsunda útlendinga sem margir hverjir bíða ríkisborgararéttar og hafa lang-langflestir auðgað þjóðfélagið. Við náum auðveldlega að hjálpa fólki sem talið er í örfáum hundruðum, ef vel er að verki staðið. Við getum öll ímyndað okkur flótta og neyð hinna, ekki satt? Þegar svo við erum orðin hin einhvern daginn, þökkum við fólki og hamingjunni, jafnvel guði, fyrir það sem allir geta líka ímyndað sér: Auðsýnda mannúð. Vissulega er til sveiflukenndur hámarksfjöldi umsækjenda á ári sem unnt er að sinna sómasamlega. Metum hann í stað þess að deila um sammannlegt hlutverk hins viti borna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Við vitum að á Íslandi eru stunduð mannúðarstörf. Með því er átt við fjölskylduhjálp, líknarmeðferð á sjúkrahúsum, endurhæfing þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, fjárgjafir til íbúa jarðskjálftasvæða sem hafa orðið illa úti og ...? Er þörf á að nefna fleira? Rauði krossinn á Íslandi telur 42 deildir og í Landsbjörgu eru yfir 18 þúsund félagar og sjálfboðaliðar. Við gerum ekki mun á hjálpar- og mannúðarstöfum af því að við erum siðrænir mannvinir og stundum þau þegar þarf. Sjálf höfum við þegið hjálp að utan í neyð og þakkað fyrir mannúð þegar náttúruöfl hafa gert okkur tjón, óhamingju og mannskaða. Okkur er ekki tamt að setja kostnað við mannúð upp á móti öðrum samfélagskostnaði og heimta að menn velji. Ópera eða líknardeild? Snjóflóðavarnir eða ókeypis máltíðir skólabarna? Móttaka bátafólks eða jarðgöng? Nei, svarið er einfaldlega bæði og... Í stríðshrjáðum löndum, sem má telja á annan tug, og löndum þar sem einföldustu mannréttindi eru úr gildi færð telst fólk í neyð. Það flýr til að finna lágmarksfrið og möguleika á að lifa mannsæmandi lífi. Samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu SÞ sem Íslendingar samþykkja og styðja (sjá 14. grein) „hafa allir rétt til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum". Orðin eru alveg ljós og við þau eigum við að standa enda segir í 30. grein að ekkert í yfirlýsingunni megi túlka á þann veg að nokkur ríki, hópi eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það sem stefni að því að gera að engu þau réttindi eða frelsi sem talin eru þar upp. Árið 2015 leituðu hingað 335 einstaklingar. Þar af hættu 15% við, 35% var synjað, 25% vísað frá og 82 eða 25% veitt hæli. Af fjöldanum sem leitaði hingað voru 151 í umsjón Útlendingastofnunar og 193 hjá þremur sveitarfélögum. Greitt er með hverjum og einum meðan úrlausn er ákveðin og rennur bróðurparturinn af því fé til umsjónaraðila en ekki til hvers hælisleitanda beint.Sammannlegt hlutverk Spáð var 600-800 umsóknum á þessu ári og voru 162 mál í vinnslu hjá hinu opinbera í janúar 2016. Fái t.d. 20% af 700 manns jákvæða úrlausn eru það 140 einstaklingar. Giska má á að nokkur hundruð manns hafi fengið hér hæli á einum áratugi; meðal tugþúsunda útlendinga sem margir hverjir bíða ríkisborgararéttar og hafa lang-langflestir auðgað þjóðfélagið. Við náum auðveldlega að hjálpa fólki sem talið er í örfáum hundruðum, ef vel er að verki staðið. Við getum öll ímyndað okkur flótta og neyð hinna, ekki satt? Þegar svo við erum orðin hin einhvern daginn, þökkum við fólki og hamingjunni, jafnvel guði, fyrir það sem allir geta líka ímyndað sér: Auðsýnda mannúð. Vissulega er til sveiflukenndur hámarksfjöldi umsækjenda á ári sem unnt er að sinna sómasamlega. Metum hann í stað þess að deila um sammannlegt hlutverk hins viti borna!
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun