Írinn Conor McGregor segir að lætin í Jose Aldo síðustu vikur séu leikrit. Hann þori í raun ekki að berjast við sig.
Aldo stendur í miklum slag vð UFC þessa dagana. Hann segist vera hættur í MMA og vill losna undan samningi við UFC.
Ástæðan fyrir þessari fýlu er sögð vera sú að hann fékk ekki að keppa við Conor um fjaðurvigtarbeltið í New York. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum í desember í fyrra.
„Ég held að hann vilji ekki berjast við mig. Ég held að hann sé ánægður með þetta rifrildi við UFC. Ég rotaði hann, hann kom til baka, vann á dómaraúrskurði og á bráðabrigðabelti. Ég held hann vilji standa í þessu rifrildi svo hann þurfi ekki að berjast aftur,“ sagði McGregor.
Conor: Aldo vill ekki berjast við mig

Tengdar fréttir

Aldo er til í að tapa viljandi
Jose Aldo er svo mikið í mun um að losna undan samningi að hann mun ekki víla fyrir sér að tapa viljandi til þess að losna frá sambandinu.

Ekki einu sinni bardagi við Conor mun hugga Aldo
Jose Aldo var ekkert að grínast er hann sagði í reiðikasti á dögunum að hann væri hættur í MMA og vildi losna undan samningi hjá UFC.

Aldo segist vera hættur í MMA
Brasilíumaðurinn segir að Conor McGregor stýri UFC og hann hefur engan áhuga á því að vera starfsmaður Írans.

Aldo: Framtíðin er óráðin
Brasilíumaðurinn Jose Aldo flaug til Las Vegas í gær þar sem hann fundaði með Dana White, forseta UFC, en Aldo segist vera hættur í MMA og vill losna undan samningi við UFC.