Íslandsstofa valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 Sæunn Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2016 15:56 Frá vinstri: Ásta Pétursdóttir, Jón Ásbergsson, Guðni Th. Jóhannesson, Inga Hlín Pálsdóttir, María Hrund Marinósdóttir, Þórhallur Guðlaugsson. Mynd/Aðsend Íslandsstofa var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 í dag. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin. Fram kemur í tilkynningu að í rökstuðningi dómnefndar komi meðal annars fram að markaðsstefna Íslandsstofu sé trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unnar eru markaðsáætlanir í samstarfi við hagsmunaaðila þar sem unnið er út frá vel skilgreindum markmiðum. Þá segir í rökstuðningi dómnefndar að gerðar séu markaðsrannsóknir og aðrar mælingar sem draga með faglegum hætti fram þann árangur sem rekja má til þess starfs sem unnið er hjá Íslandsstofu. Nefna má verulega aukningu á umferð í leitarvélum eftir að markhópur hefur orðið var við kynningarefni og að sá markhópur sé líklegri til að ferðast til Íslands eftir að hafa séð kynningarefnið. Umfram allt er markaðsstarf Íslandsstofu vel skilgreint, faglegt og unnið af raunsæi. Íslandsstofa hefur það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarstarfi í þágu íslenskra útflutningsgreina og styðja þannig við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Dómnefnd var sammála um að veita ætti Íslandsstofu viðurkenningu sem Markaðsfyrirtæki ársins 2016. ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Sú breyting hefur orðið á formi keppninnar að í stað þess að veita verðlaun fyrir bæði Markaðsmann og Markaðsfyrirtæki ársins á sama ári, eru veitt verðlaun fyrir sinn hvorn titilinn, annað hvert ár. Dómnefndina skipuðu: Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar, María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK, Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels, Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd (Thoranna.is). Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki einnig tilnefnd til verðlaunanna í ár. Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Íslandsstofa var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 í dag. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin. Fram kemur í tilkynningu að í rökstuðningi dómnefndar komi meðal annars fram að markaðsstefna Íslandsstofu sé trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unnar eru markaðsáætlanir í samstarfi við hagsmunaaðila þar sem unnið er út frá vel skilgreindum markmiðum. Þá segir í rökstuðningi dómnefndar að gerðar séu markaðsrannsóknir og aðrar mælingar sem draga með faglegum hætti fram þann árangur sem rekja má til þess starfs sem unnið er hjá Íslandsstofu. Nefna má verulega aukningu á umferð í leitarvélum eftir að markhópur hefur orðið var við kynningarefni og að sá markhópur sé líklegri til að ferðast til Íslands eftir að hafa séð kynningarefnið. Umfram allt er markaðsstarf Íslandsstofu vel skilgreint, faglegt og unnið af raunsæi. Íslandsstofa hefur það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarstarfi í þágu íslenskra útflutningsgreina og styðja þannig við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Dómnefnd var sammála um að veita ætti Íslandsstofu viðurkenningu sem Markaðsfyrirtæki ársins 2016. ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Sú breyting hefur orðið á formi keppninnar að í stað þess að veita verðlaun fyrir bæði Markaðsmann og Markaðsfyrirtæki ársins á sama ári, eru veitt verðlaun fyrir sinn hvorn titilinn, annað hvert ár. Dómnefndina skipuðu: Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar, María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK, Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels, Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd (Thoranna.is). Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki einnig tilnefnd til verðlaunanna í ár.
Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira