Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 09:00 Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor og Bandaríkjamaðurinn Eddie Alvarez settu heldur betur upp flotta sýningu á blaðamannafundi fyrir UFC 205 bardagakvöldið sem fram fer í New York á aðfaranótt sunnudags en það verður það stærsta og flottasta í sögunni. Conor og Alvarez berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt en Bandaríkjamaðurinn er handhafi beltisins í þeim þyngdarflookki. Takist Conor að sigra Alvarez verður hann fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC á sama tíma. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn í gærkvöldi en Alvarez mætti á réttum tíma. Hann stóð upp og fór en kom aftur. Conor mætti á svæðið þegar Alvarez var hvergi sjáanlegur. Hann kom dansandi út á sviðið og byrjaði á því að taka heimsmeistarabelti Alvarez og setja það á borðið hjá sér. „Fyrirgefið hvað ég er seinn en mér er bara alveg drullusama,“ öskraði Conor í hljóðnemann en hann mætti í minkapels og talaði óspart um hvað hann væri glæsilegur eins og svo oft áður. Þegar Alvarez mætti á sviðið skömmu seinna sá hann að beltið sitt var á borðinu hjá Conor en það fannst honum ekkert fyndið. Hann hrifsaði beltið til sín og kastaði svo stól í áttina að Conor. Þá trylltist Írinn. Hann reyndi að kasta stólnum aftur í Alvarez en Dana White, forseti UFC, þurfti að spila körfuboltavörn á Írann til að koma í veg fyrir að einhvern myndi slasa sig. Conor fór svo á kostum á blaðamannafundinum sjálfum eins og hann gerir svo gjarnan en allan fundinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Conor mætir á sviðið eftir 23 mínútur og 50 sekúndur.UFC 205 er stærsta og flottasta bardagakvöld í sögu UFC. Það verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember. MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor og Bandaríkjamaðurinn Eddie Alvarez settu heldur betur upp flotta sýningu á blaðamannafundi fyrir UFC 205 bardagakvöldið sem fram fer í New York á aðfaranótt sunnudags en það verður það stærsta og flottasta í sögunni. Conor og Alvarez berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt en Bandaríkjamaðurinn er handhafi beltisins í þeim þyngdarflookki. Takist Conor að sigra Alvarez verður hann fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC á sama tíma. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn í gærkvöldi en Alvarez mætti á réttum tíma. Hann stóð upp og fór en kom aftur. Conor mætti á svæðið þegar Alvarez var hvergi sjáanlegur. Hann kom dansandi út á sviðið og byrjaði á því að taka heimsmeistarabelti Alvarez og setja það á borðið hjá sér. „Fyrirgefið hvað ég er seinn en mér er bara alveg drullusama,“ öskraði Conor í hljóðnemann en hann mætti í minkapels og talaði óspart um hvað hann væri glæsilegur eins og svo oft áður. Þegar Alvarez mætti á sviðið skömmu seinna sá hann að beltið sitt var á borðinu hjá Conor en það fannst honum ekkert fyndið. Hann hrifsaði beltið til sín og kastaði svo stól í áttina að Conor. Þá trylltist Írinn. Hann reyndi að kasta stólnum aftur í Alvarez en Dana White, forseti UFC, þurfti að spila körfuboltavörn á Írann til að koma í veg fyrir að einhvern myndi slasa sig. Conor fór svo á kostum á blaðamannafundinum sjálfum eins og hann gerir svo gjarnan en allan fundinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Conor mætir á sviðið eftir 23 mínútur og 50 sekúndur.UFC 205 er stærsta og flottasta bardagakvöld í sögu UFC. Það verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember.
MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira