Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Sveinn Arnarsson skrifar 29. nóvember 2016 05:00 Guðmundur Jörundsson segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við Artikolo ehf. vísir Ekkert varð af kaupum Björns Inga Hrafnssonar og tengdra aðila á fatahönnunarfyrirtækinu Jör. Ekki var staðið við skuldbindingar að mati Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar en fyrirtækið hefur gengið í gegn um erfiða tíma upp á síðkastið. Artikolo ehf., fyrirtæki í eigu Kolfinnu Vonar Arnardóttur, eiginkonu Björns Inga Hrafnssonar, og Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, var að sögn langt komið með að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu Jör. Þetta sagði Kolfinna Von þann 9. júní síðastliðinn í samtali við Vísi. Ljóst er að ekkert varð af þeim kaupum.Guðmundur Jörundsson fatahönnuðurVísir/ErnirGuðmundur Jörundsson, stofnandi fatavörumerkisins Jör, segir að Artikolo hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og því ekkert orðið af sölunni. „Síðastliðið vor hófust viðræður félaganna um stóra fjárfestingu í sóknarverkefni félagsins á erlendan markað. Settar voru upp forsendur milli Artikolo og Jör fyrir mánuðina sem fylgdu. En þar sem ekki var staðið við þau atriði varð ekkert af þeirri fjárfestingu, þrátt fyrir fréttir um annað. Félagið er því nú alfarið í eigu stofnanda Jör,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið sé nú í endurskipulagningu, komið á ákveðinn byrjunarreit og stefnir á bjartari tíma framundan.Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði.vísir/ernir„Við erum að vinna að því að opna verslun Jör í gamla Karnabæ, á horni Týsgötu og Skólavörðustígs, í lok næstu viku. Þá munum við opna aðra verslun ásamt vinnustofu í febrúar en hún verður í verbúð við Gömlu höfnina í Reykjavík. Það er því mjög margt spennandi í gangi en það er óneitanlega ánægjulegt að þessum óvissukafla sé lokið,“ bætir Guðmundur við. Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, það hafi aldrei gerst. „Artikolo hefur aldrei fest kaup á hlut í Jör. Fyrirtækið Artikolo er í eigu konu minnar. Það fyrirtæki hefur hins vegar lánað Jör fjármagn og ef gengur vel er hægt í fyllingu tímans að breyta því í hlutafé,“ segir Björn Ingi Hrafnsson. Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ekkert varð af kaupum Björns Inga Hrafnssonar og tengdra aðila á fatahönnunarfyrirtækinu Jör. Ekki var staðið við skuldbindingar að mati Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar en fyrirtækið hefur gengið í gegn um erfiða tíma upp á síðkastið. Artikolo ehf., fyrirtæki í eigu Kolfinnu Vonar Arnardóttur, eiginkonu Björns Inga Hrafnssonar, og Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, var að sögn langt komið með að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu Jör. Þetta sagði Kolfinna Von þann 9. júní síðastliðinn í samtali við Vísi. Ljóst er að ekkert varð af þeim kaupum.Guðmundur Jörundsson fatahönnuðurVísir/ErnirGuðmundur Jörundsson, stofnandi fatavörumerkisins Jör, segir að Artikolo hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og því ekkert orðið af sölunni. „Síðastliðið vor hófust viðræður félaganna um stóra fjárfestingu í sóknarverkefni félagsins á erlendan markað. Settar voru upp forsendur milli Artikolo og Jör fyrir mánuðina sem fylgdu. En þar sem ekki var staðið við þau atriði varð ekkert af þeirri fjárfestingu, þrátt fyrir fréttir um annað. Félagið er því nú alfarið í eigu stofnanda Jör,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið sé nú í endurskipulagningu, komið á ákveðinn byrjunarreit og stefnir á bjartari tíma framundan.Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði.vísir/ernir„Við erum að vinna að því að opna verslun Jör í gamla Karnabæ, á horni Týsgötu og Skólavörðustígs, í lok næstu viku. Þá munum við opna aðra verslun ásamt vinnustofu í febrúar en hún verður í verbúð við Gömlu höfnina í Reykjavík. Það er því mjög margt spennandi í gangi en það er óneitanlega ánægjulegt að þessum óvissukafla sé lokið,“ bætir Guðmundur við. Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, það hafi aldrei gerst. „Artikolo hefur aldrei fest kaup á hlut í Jör. Fyrirtækið Artikolo er í eigu konu minnar. Það fyrirtæki hefur hins vegar lánað Jör fjármagn og ef gengur vel er hægt í fyllingu tímans að breyta því í hlutafé,“ segir Björn Ingi Hrafnsson.
Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12
Vill koma íslenskri tísku á kortið Kolfinna Von Arnardóttir og fyrirtækið Artikolo taka við rekstri Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður tvisvar á ári og er Kolfinna vongóð um markaðssetningu tískuborgarinnar Reykjavík. 30. apríl 2016 09:00