Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2016 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi, hefur lent í ýmsu á sínum ferli og glímt bæði við meiðsli og veikindi. Það hélt honum samt ekki niðri því á glæstum 22 ára löngum meistaraflokksferli hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, spænska bikarinn, Meistaradeildina og spilað á EM. Eiður Smári talar opinskátt um meiðslin í myndinni Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. Árið 1996 kom Eiður Smári inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Eistlandi fyrir föður sinn, Arnór. Þeir voru fyrstu feðgarnir sem voru valdir í landsliðshóp en pressa var sett á þáverandi landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, að láta þá ekki byrja leikinn saman. Óskar var eftir því að feðgarnir myndu byrja saman inn á í leik gegn Makedóníu 1. júní þetta sama ár en ekkert varð af því eins og frægt er orðið. Eiður Smári var tæklaður hryllilega í leik gegn Írlandi í Dyflinni með 18 ára landsliðinu og fékk aldrei landsleikinn með Arnóri. „Þetta var svolítið súrrealísk stund því um leið og ég var tæklaður fann ég að eitthvað var farið. Það fyrsta sem mér datt til hugar: „Andskotinn, leikurinn með pabba er farinn,“,“ segir Eiður Smári sem fékk á einum tímapunkti þær fréttir að ferill hans myndi aldrei ná jafnlangt og hann vonaðist til. „Það var tekin röntgenmynd og þá var kominn aftur einhver beinvöxtur í ökklann. Þá sagði læknirinn við mig að því miður gæti hann ekki séð fram á það að ég myndi spila aftur á háu stigi. Maður felldi tár og hringdi í mömmu,“ segir Eiður.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.vísir/afpSvimaköst hjá Chelsea Læknirinn hafði ekki rétt fyrir sér því Eiður Smári kom heim til Íslands og spilaði með KR til að koma sér í stand. Þaðan fór hann til Bolton og svo til Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn José Mourinho. Eiður Smári spilaði „bara“ 26 deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð sinni hjá Lundúnarfélaginu áður en hann hélt til Barcelona. En það er önnur ástæða fyrir því sem Eiður hefur ekki áður talað um. „Síðasta tímabilið mitt hjá Chelsea var erfitt því ég var að spila minna. Ég var ekki að glíma við meiðsli en ég þjáðist af brjáluðum svimaköstum sem komu upp úr þurru og enginn gat fundið skýringu á,“ segir hann. „Oft á tíðum var ég að missa af æfingum og leikjum út af einhverju sem enginn vann skýringu á. Ég var svolítið hræddur við það og fer í heilaskoðun til að gá hvort það væri ekki allt í fína.“ „Það var haldið að þetta hefði eitthvað með jafnvægistaugina í eyranu að gera eða eitthvað svoleiðis. Það var hálft ár þar sem ég ældi út af svima og vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni. Enski boltinn Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi, hefur lent í ýmsu á sínum ferli og glímt bæði við meiðsli og veikindi. Það hélt honum samt ekki niðri því á glæstum 22 ára löngum meistaraflokksferli hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, spænska bikarinn, Meistaradeildina og spilað á EM. Eiður Smári talar opinskátt um meiðslin í myndinni Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. Árið 1996 kom Eiður Smári inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Eistlandi fyrir föður sinn, Arnór. Þeir voru fyrstu feðgarnir sem voru valdir í landsliðshóp en pressa var sett á þáverandi landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, að láta þá ekki byrja leikinn saman. Óskar var eftir því að feðgarnir myndu byrja saman inn á í leik gegn Makedóníu 1. júní þetta sama ár en ekkert varð af því eins og frægt er orðið. Eiður Smári var tæklaður hryllilega í leik gegn Írlandi í Dyflinni með 18 ára landsliðinu og fékk aldrei landsleikinn með Arnóri. „Þetta var svolítið súrrealísk stund því um leið og ég var tæklaður fann ég að eitthvað var farið. Það fyrsta sem mér datt til hugar: „Andskotinn, leikurinn með pabba er farinn,“,“ segir Eiður Smári sem fékk á einum tímapunkti þær fréttir að ferill hans myndi aldrei ná jafnlangt og hann vonaðist til. „Það var tekin röntgenmynd og þá var kominn aftur einhver beinvöxtur í ökklann. Þá sagði læknirinn við mig að því miður gæti hann ekki séð fram á það að ég myndi spila aftur á háu stigi. Maður felldi tár og hringdi í mömmu,“ segir Eiður.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.vísir/afpSvimaköst hjá Chelsea Læknirinn hafði ekki rétt fyrir sér því Eiður Smári kom heim til Íslands og spilaði með KR til að koma sér í stand. Þaðan fór hann til Bolton og svo til Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn José Mourinho. Eiður Smári spilaði „bara“ 26 deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð sinni hjá Lundúnarfélaginu áður en hann hélt til Barcelona. En það er önnur ástæða fyrir því sem Eiður hefur ekki áður talað um. „Síðasta tímabilið mitt hjá Chelsea var erfitt því ég var að spila minna. Ég var ekki að glíma við meiðsli en ég þjáðist af brjáluðum svimaköstum sem komu upp úr þurru og enginn gat fundið skýringu á,“ segir hann. „Oft á tíðum var ég að missa af æfingum og leikjum út af einhverju sem enginn vann skýringu á. Ég var svolítið hræddur við það og fer í heilaskoðun til að gá hvort það væri ekki allt í fína.“ „Það var haldið að þetta hefði eitthvað með jafnvægistaugina í eyranu að gera eða eitthvað svoleiðis. Það var hálft ár þar sem ég ældi út af svima og vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30