Er þetta satt eða logið hjá Aroni, Ágústu Evu eða Audda? Stefán Árni Pálsson skrifar 26. desember 2016 14:30 Þessi þættir verða svakalegir. „Það er kannski ekki erfitt að ljúga, en erfitt að gera það sannfærandi og skemmtilega á sama tíma. Það skemmtilegasta við þáttinn er að fá eitthvað bull og þurfa að byrja að spinna á staðnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er einn af stjórnendum nýs skemmtiþáttar sem fer af stað á Stöð2 8. janúar og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You. Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar. Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.En stóð einhver gestur sérstaklega uppúr við tökur á þáttunum? „Erfitt að segja að það hafi einhver gestur staðið uppúr, fóru eiginlega allir á kostum. Jú, kannski ef ég yrði að velja einn að þá man ég að ég táraðist úr hlátri af sögum hans Dóra Gylfa.“Hver er uppáhalds sagan þín? „Uppáhaldssagan mín er sennilega ljóðabækur Kötlu, hún þurfti að semja þau á staðnum,“ segir Auðunn og bætir við að samstarfið með Loga og Kötlu hafi verið frábært. „Samstarfið gat eiginlega ekki gengið betur. Þetta small bara frá fyrstu æfingu hjá okkur, líka erfitt að falla ekki í hópinn með þessum tveimur snillingum, eru bæði svo hress og gefandi. Mamma var líka svo ánægð að ég væri að vinna loksins með fullorðnu fólki, en það gæti breyst þegar að hún sér sumar sannar sögur þarna af syni sínum.“ Vísir hefur nú fengið fjórar klippur þar sem þátttakendurnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Aron Pálmarsson og Auðunn Blöndal segja sögur sem eru annaðhvort lygi eða sannleikurinn. Auðunn segir frá því að hann hafi nefnt alla vikudagana sjálfur þegar honum leiddist að búa erlendis, Aron segist skreyta jólatréð með medalíum og Ágústa segir að Ryan Gosling hafi einu sinni eldað krækling fyrir sig. Lífið spyr lesendur einfaldlega; Eru þau að segja satt eða ósatt hér að neðan? Satt eða logið Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Það er kannski ekki erfitt að ljúga, en erfitt að gera það sannfærandi og skemmtilega á sama tíma. Það skemmtilegasta við þáttinn er að fá eitthvað bull og þurfa að byrja að spinna á staðnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er einn af stjórnendum nýs skemmtiþáttar sem fer af stað á Stöð2 8. janúar og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You. Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar. Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.En stóð einhver gestur sérstaklega uppúr við tökur á þáttunum? „Erfitt að segja að það hafi einhver gestur staðið uppúr, fóru eiginlega allir á kostum. Jú, kannski ef ég yrði að velja einn að þá man ég að ég táraðist úr hlátri af sögum hans Dóra Gylfa.“Hver er uppáhalds sagan þín? „Uppáhaldssagan mín er sennilega ljóðabækur Kötlu, hún þurfti að semja þau á staðnum,“ segir Auðunn og bætir við að samstarfið með Loga og Kötlu hafi verið frábært. „Samstarfið gat eiginlega ekki gengið betur. Þetta small bara frá fyrstu æfingu hjá okkur, líka erfitt að falla ekki í hópinn með þessum tveimur snillingum, eru bæði svo hress og gefandi. Mamma var líka svo ánægð að ég væri að vinna loksins með fullorðnu fólki, en það gæti breyst þegar að hún sér sumar sannar sögur þarna af syni sínum.“ Vísir hefur nú fengið fjórar klippur þar sem þátttakendurnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Aron Pálmarsson og Auðunn Blöndal segja sögur sem eru annaðhvort lygi eða sannleikurinn. Auðunn segir frá því að hann hafi nefnt alla vikudagana sjálfur þegar honum leiddist að búa erlendis, Aron segist skreyta jólatréð með medalíum og Ágústa segir að Ryan Gosling hafi einu sinni eldað krækling fyrir sig. Lífið spyr lesendur einfaldlega; Eru þau að segja satt eða ósatt hér að neðan?
Satt eða logið Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira