Ólafía Þórunn mætir besta kylfingi heims í næsta móti Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2017 08:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær að spreyta sig gegn þeirri bestu í Ástralíu. mynd/gsí/seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi síðustu viku, mætir strax til leiks á næsta mót á mótaröðinni sem fram fer í Ástralíu. Mótið heitir ISPS Handa Women´s Australian Open en það hefst 16. febrúar. Það fer fram í Grange í suður-Ástralíu en Grange er úthverfi Adelaide. Sterkir kylfingar eru skráðir til leiks í mótið en einn þeirra er Lydia Ko, besti kylfingur heims. Þessi ótrúlega 19 ára gamla stelpa frá Nýja-Sjálandi trónir á toppi heimslistans en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún unnið fjórtán LPGA-mót og tvö risamót. Ko, sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Ríó, var ekki með á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum en tímabilið hennar á LPGA-mótaröðinni hefst í Ástralíu. Ariya Jutanugarn frá Taílandi, sem er í öðru sæti heimslistans, er einnig skráð til leiks á opna ástralska mótið en þessi 21 árs gamli kylfingur á fimm LPGA-sigra að baki og þá vann hún opna breska mót kvenna á síaðsta ári sem er eitt af risamótunum fimm. Ólafía Þórunn kemur heim til Íslands á milli móta og þarf því að ferðast um 23.000 kílómetra á næstu dögum en hún er vissulega vön löngum ferðalögum. Golf Tengdar fréttir Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræddi við Sigurð Elvar Þórólfsson, fréttaritara golf.is eftir lokahringinn á Pure Silk Championship á Bahamaeyjum rétt í þessu en Ólafía lenti í 69-72. sæti í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. 29. janúar 2017 20:42 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi síðustu viku, mætir strax til leiks á næsta mót á mótaröðinni sem fram fer í Ástralíu. Mótið heitir ISPS Handa Women´s Australian Open en það hefst 16. febrúar. Það fer fram í Grange í suður-Ástralíu en Grange er úthverfi Adelaide. Sterkir kylfingar eru skráðir til leiks í mótið en einn þeirra er Lydia Ko, besti kylfingur heims. Þessi ótrúlega 19 ára gamla stelpa frá Nýja-Sjálandi trónir á toppi heimslistans en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún unnið fjórtán LPGA-mót og tvö risamót. Ko, sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Ríó, var ekki með á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum en tímabilið hennar á LPGA-mótaröðinni hefst í Ástralíu. Ariya Jutanugarn frá Taílandi, sem er í öðru sæti heimslistans, er einnig skráð til leiks á opna ástralska mótið en þessi 21 árs gamli kylfingur á fimm LPGA-sigra að baki og þá vann hún opna breska mót kvenna á síaðsta ári sem er eitt af risamótunum fimm. Ólafía Þórunn kemur heim til Íslands á milli móta og þarf því að ferðast um 23.000 kílómetra á næstu dögum en hún er vissulega vön löngum ferðalögum.
Golf Tengdar fréttir Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræddi við Sigurð Elvar Þórólfsson, fréttaritara golf.is eftir lokahringinn á Pure Silk Championship á Bahamaeyjum rétt í þessu en Ólafía lenti í 69-72. sæti í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. 29. janúar 2017 20:42 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00
Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00
Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48
Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræddi við Sigurð Elvar Þórólfsson, fréttaritara golf.is eftir lokahringinn á Pure Silk Championship á Bahamaeyjum rétt í þessu en Ólafía lenti í 69-72. sæti í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. 29. janúar 2017 20:42