Lengi þráð að vera málari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:15 Helena og Kolbeinn við Hallgrímskirkju sem þau sjá um utanhússviðgerðir á um þessar mundir. Vísir/GVA Alveg frá því ég var unglingur hefur blundað í mér áhugi á að verða málari en þá var það svo mikil karlastétt að ég hugsaði það ekkert lengra“ segir Anný Helena Hermansen viðskiptafræðingur, sem jafnan gengur undir seinna nafninu, Helena. Hún útskrifast sem sveinn í málaraiðn í dag og er meðal nýsveina og meistara þeirra sem hljóta viðurkenningu fyrir afburðaárangur á sveinsprófi á verðlaunahátíð í Ráðhúsinu. Sú hátíð er meðal atriða sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík efnir til vegna 150 ára afmælis síns. Helena er gift Kolbeini Hreinssyni múrarameistara. „Við Kolbeinn höfum rekið saman fyrirtækið M1 í kringum múrverk og fasteignaviðhald í mörg ár en þegar kreppan skall á versnaði verkefnastaðan hjá okkur á veturna og í staðinn fyrir að fara á atvinnuleysisbætur ákváðum við að fara bæði í skóla og læra málaraiðn,“ segir hún. „Það er alltaf einhver málningarvinna eftir múrverksframkvæmdir og ég var búin að grípa í hana og líka múrverk af og til.“ Helena er viðskiptafræðingur að mennt og vinnur við bókhald, bæði fyrir eigið fyrirtæki og annarra. „Ég var byrjuð í meistaranámi í endurskoðun og prófaði að vinna á endurskoðunarskrifstofu en fann að mér líkaði það ekki svo ég ákvað að gera eitthvað sem mig langaði meira,“ lýsir hún. Það fór svo að Kolbeinn varð meistari Helenu í málaraiðninni. Hann var fyrir löngu orðinn múrarameistari og þurfti því bara að taka nokkrar námsgreinar sem tilheyra málningarfaginu í Meistaraskólanum. Kolbeinn stjórnar vinnuflokki og verkefnin undanfarin ár hafa mest snúist um endursteiningu húsa. Stærsta verkefnið núna er viðgerð á Hallgrímskirkju og annað stórt viðhaldsverkefni er innanhússviðgerð í Klettaskóla. Helena kveðst láta strákana um allt múrbrot en segir hugsanlegt að hún verði með þeim í að setja kápu á kirkjuna þegar hún sé búin með mestu skorpuna í bókhaldinu. Þau hjón eiga þrjú börn sem taka til hendinni í fyrirtæki foreldranna, að sögn Helenu. „Annar sonurinn er að læra múrverk og er á samningi og dóttirin vinnur í málningunni með mér á sumrin og er í skóla yfir vetrartímann.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017 Lífið Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Alveg frá því ég var unglingur hefur blundað í mér áhugi á að verða málari en þá var það svo mikil karlastétt að ég hugsaði það ekkert lengra“ segir Anný Helena Hermansen viðskiptafræðingur, sem jafnan gengur undir seinna nafninu, Helena. Hún útskrifast sem sveinn í málaraiðn í dag og er meðal nýsveina og meistara þeirra sem hljóta viðurkenningu fyrir afburðaárangur á sveinsprófi á verðlaunahátíð í Ráðhúsinu. Sú hátíð er meðal atriða sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík efnir til vegna 150 ára afmælis síns. Helena er gift Kolbeini Hreinssyni múrarameistara. „Við Kolbeinn höfum rekið saman fyrirtækið M1 í kringum múrverk og fasteignaviðhald í mörg ár en þegar kreppan skall á versnaði verkefnastaðan hjá okkur á veturna og í staðinn fyrir að fara á atvinnuleysisbætur ákváðum við að fara bæði í skóla og læra málaraiðn,“ segir hún. „Það er alltaf einhver málningarvinna eftir múrverksframkvæmdir og ég var búin að grípa í hana og líka múrverk af og til.“ Helena er viðskiptafræðingur að mennt og vinnur við bókhald, bæði fyrir eigið fyrirtæki og annarra. „Ég var byrjuð í meistaranámi í endurskoðun og prófaði að vinna á endurskoðunarskrifstofu en fann að mér líkaði það ekki svo ég ákvað að gera eitthvað sem mig langaði meira,“ lýsir hún. Það fór svo að Kolbeinn varð meistari Helenu í málaraiðninni. Hann var fyrir löngu orðinn múrarameistari og þurfti því bara að taka nokkrar námsgreinar sem tilheyra málningarfaginu í Meistaraskólanum. Kolbeinn stjórnar vinnuflokki og verkefnin undanfarin ár hafa mest snúist um endursteiningu húsa. Stærsta verkefnið núna er viðgerð á Hallgrímskirkju og annað stórt viðhaldsverkefni er innanhússviðgerð í Klettaskóla. Helena kveðst láta strákana um allt múrbrot en segir hugsanlegt að hún verði með þeim í að setja kápu á kirkjuna þegar hún sé búin með mestu skorpuna í bókhaldinu. Þau hjón eiga þrjú börn sem taka til hendinni í fyrirtæki foreldranna, að sögn Helenu. „Annar sonurinn er að læra múrverk og er á samningi og dóttirin vinnur í málningunni með mér á sumrin og er í skóla yfir vetrartímann.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017
Lífið Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira