Lektor í HÍ segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra en fyrir börnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 19:00 Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Hörður Magnússon ræddi í kvöldfréttum Stöðvar tvö við Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóli Íslands, um ummæli gömlu landsliðskempunnar Sigfúsar Sigurðssonar á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigfús sagði þá að krakkar þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum í dag og að verið væri að verðlauna alla á íþróttamótum. Viðar tekur að mörgu leyti undir gagnrýnina. „Umræðan er mjög góð um hvort að það eigi að verðlauna alla krakka eða ekki. Það er mjög mikilvægt í yngstu flokkunum, til tíu ára aldurs, að allir fái einhverskonar viðurkenningu. Eftir það sé ég engan tilganga til þess,“ segir Viðar. „Þetta missir marks ef þú færð að fá fullt af einhverjum medalíum. Það væri hægt að vinna þetta með öðrum leiðum. Verðlaunin eiga að vera hvetjandi. Það væri til dæmis að hafa einhver markmiðsblöð þar sem krakkarnir læra að setja sér langtíma og skammtíma markmið. Það væri hægt að hafa þetta í öðru formi,“ sagði Viðar. „Ég held að það sé ekki endilega leiðin að velja bestu leikmennina og svona. Það eru margir sem eru ekki valdir sem verða svekktir. Þessir sem eru bestir, þeir vita það. Þessir krakkar eru engir kjánar. Þeir finna það hjá samherjum sínum, mótherjum, þjálfurum og foreldrum og þurfa þetta ekkert sérstaklega,“ sagði Viðar.Sjá einnig:Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag „Það er meiri krafa um það frá foreldrum að velja bestu leikmennina til að þau geti „póstað“ krökkunum sínum á fésbókinni heldur fyrir krakkana sjálfa því þau vita það alveg þegar þeim gengur vel,“ sagði Viðar. Viðar segir það mikilvægt að veita stuðning en að foreldrar megi ekki gera óeðlilega miklar kröfur. „Það er mjög gott að foreldrar taki þátt í starfinu sem slíku. Það er mikilvægt að þeir veiti stuðning og séu með aðhald. Við sjáum það að starfið er að ganga mjög vel. Þetta er í ágætis farvegi og við erum að gera góða hluti,“ segir Viðar og hann er ánægður með stöðu mála í dag.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Auðvitað eru alltaf foreldrar sem ganga of langt í þessu eins og öðru. Það er samt komin miklu meiri meðvitund um þetta núna heldur en áður. Við erum á ágætri leið en foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um það að þeirra hlutverk er að styðja, styrkja og vera til staðar en ekki láta draumana sína rætast í gegnum börnin sín,“ sagði Viðar. Það má sjá allt innslag Harðar Magnússonar úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir Fimleikar Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira
Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Hörður Magnússon ræddi í kvöldfréttum Stöðvar tvö við Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóli Íslands, um ummæli gömlu landsliðskempunnar Sigfúsar Sigurðssonar á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigfús sagði þá að krakkar þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum í dag og að verið væri að verðlauna alla á íþróttamótum. Viðar tekur að mörgu leyti undir gagnrýnina. „Umræðan er mjög góð um hvort að það eigi að verðlauna alla krakka eða ekki. Það er mjög mikilvægt í yngstu flokkunum, til tíu ára aldurs, að allir fái einhverskonar viðurkenningu. Eftir það sé ég engan tilganga til þess,“ segir Viðar. „Þetta missir marks ef þú færð að fá fullt af einhverjum medalíum. Það væri hægt að vinna þetta með öðrum leiðum. Verðlaunin eiga að vera hvetjandi. Það væri til dæmis að hafa einhver markmiðsblöð þar sem krakkarnir læra að setja sér langtíma og skammtíma markmið. Það væri hægt að hafa þetta í öðru formi,“ sagði Viðar. „Ég held að það sé ekki endilega leiðin að velja bestu leikmennina og svona. Það eru margir sem eru ekki valdir sem verða svekktir. Þessir sem eru bestir, þeir vita það. Þessir krakkar eru engir kjánar. Þeir finna það hjá samherjum sínum, mótherjum, þjálfurum og foreldrum og þurfa þetta ekkert sérstaklega,“ sagði Viðar.Sjá einnig:Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag „Það er meiri krafa um það frá foreldrum að velja bestu leikmennina til að þau geti „póstað“ krökkunum sínum á fésbókinni heldur fyrir krakkana sjálfa því þau vita það alveg þegar þeim gengur vel,“ sagði Viðar. Viðar segir það mikilvægt að veita stuðning en að foreldrar megi ekki gera óeðlilega miklar kröfur. „Það er mjög gott að foreldrar taki þátt í starfinu sem slíku. Það er mikilvægt að þeir veiti stuðning og séu með aðhald. Við sjáum það að starfið er að ganga mjög vel. Þetta er í ágætis farvegi og við erum að gera góða hluti,“ segir Viðar og hann er ánægður með stöðu mála í dag.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Auðvitað eru alltaf foreldrar sem ganga of langt í þessu eins og öðru. Það er samt komin miklu meiri meðvitund um þetta núna heldur en áður. Við erum á ágætri leið en foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um það að þeirra hlutverk er að styðja, styrkja og vera til staðar en ekki láta draumana sína rætast í gegnum börnin sín,“ sagði Viðar. Það má sjá allt innslag Harðar Magnússonar úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir Fimleikar Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira