

Af hverju þarf Íslendingur að borga íbúðina sína 3,5 sinnum?
Hvað eru 300 milljarðar króna?
Heildarfjárlög Íslands eru 750 milljarðar króna fyrir árið 2017. 300 milljarðar í vaxtasparnaði nema því 40% af íslenzkum fjárlögum! Fyrir 300 milljarða mætti byggja 4 nýja Landspítala á ári eða 10.000 nýjar íbúðir, líka á ári! Ennfremur má í þessu samhengi nefna nokkra helztu liði fjárlaga 2017: Sjúkrahúsþjónusta 77 milljarðar, málefni aldraðra 55 milljarðar, málefni fatlaðra 47 milljarðar, háskólar 39 milljarðar, samgöngur 30 milljarðar, framhaldsskólar 29 milljarðar, landbúnaðarmál 16 milljarðar, umhverfismál 15 milljarðar. Geta menn ímyndað sér, hvílík risaskref mætti taka til aukinnar velferðar og velsældar Íslendinga, ef þjóðarbúið gæti, með upptöku evrunnar, á einhverjum tíma, komizt í 300 milljarða vaxtasparnað á ári! Var einhver að tala um, að rekstrarmál Landhelgisgæzlunnar væru að komast í óefni út af 0,3 milljörðum á ári!
Hver er ástæða vaxtaokursins?
Íslenzka krónan er eins og lítill fiskibátur, sem hoppar og skoppar um úthöf efnahags- og gengismála og flýtur í bezta falli, en skapar engan grundvöll fyrir traust og varanleg efnahags- og gengismál, sem eru skilyrði fyrir lágum vöxtum. Ég tók það dæmi í ofangreindri Morgunblaðsgrein, að íslenzka hagkerfið væri eins og 30 tonna fiskibátur, meðan ESB-hagkerfið samsvarar 50.000 tonna hafskipi. Í því liggur munurinn.
Ef ESB-búi tekur 20 milljónir króna að láni, til 20 ára, til íbúðarkaupa, greiðir hann lánið til baka með 30 milljónum (vextir í ESB eru 1,5-2,0%). Ef Íslendingur tekur 20 milljónir að láni til 20 ára, greiðir hann til baka 70 milljónir (vextir hér eru 6-7%). Hvernig geta menn sætt sig við þetta? Við erum Evrópubúar, og við höfum fullan aðgang að evrópskum lausnum; ESB aðild, með fullum forréttindum, eða hugsanlega að evrunni, án fullrar aðildar, en það eru mörg dæmi þess, að önnur smáríki hafi gert það. Ég nefni Kosovo, Svartfjallaland, Mónakó, Andorrra, San Marino og Vatíkanið.
Erum þegar 80-90% aðildarríki
Hér vil ég minna á, að við Íslendingar erum nú þegar 80-90% aðilar að ESB, en það helzta, sem vantar til að ljúka þeim samningum, er frágangur samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Í báðum þessum efnum erum við með sterk spil á hendi, vegna norðlægrar legu og hefðbundinna yfirráða, stjórnunar og nýtingar okkar fiskimiða. Möltu voru veitt full yfirráð yfir sínum fiskimiðum á þessum forsendum.
Frá 1950 hefur gengisfall krónunnar dunið yfir á 5-10 ára fresti; Vilja menn framhald á þessum ósköpum?
Vill hér einhver nýtt hrun með þeim hörmungum og mannskemmdum, sem urðu 2008? Varla. Fyrri gengisfellingar, með þeim ósköpum, sem þeim fylgdu – tapi, skuldaraukningu, afkomuhruni, óvissu og angist – eru flestum enn í fersku minni. Það er mál til komið, að slíku linni.
Fyrsta og helzta hagsmunamálið
Ný ríkisstjórn verður umsvifalaust að taka á þessu stærsta og mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. Það er hennar ótvíræða skylda. Hún hefur 2 kosti, sem vinda má sér í strax:
1. Semja um upptöku evrunnar við Seðlabanka ESB, án fullrar ESB-aðildar, eins og 6 fyrrnefnd ríki hafa gert, en þetta ferli gæti orðið tiltölulega stutt.
2. Taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið í aðildarsamningunum við ESB, sem gæti, ef vel tækist til, leitt til fullrar aðildar, fullra áhrifa í ESB og fullrar og formlegrar þátttöku í myntbandalaginu á eitthvað lengri tíma.
Í raun má rekja bæði málin samtímis, því að tæknilega er við tvo aðskilda aðila að ræða. Þessi skref væru bæði vankanta-, vandræða- og áhættulaus með öllu, því að þau væru án endanlegrar skuldbindingar.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar