Bíllinn sem ber heitið VF-17, er með ugga semm og aðrir bílar. Engan T-væng er að finna sem er ögn óvænt og kannski merki þess að samstarf Ferrari og Haas liðsins sé að minnka. Ferrari bíllinn skartar T-væng og fyrir síðasta tímabil aðstoðaði Ferrari Haas liðið talsvert við hönnun bílsins.

Ökumenn Haas liðsins verða Romain Grosjean sem einnig ók fyrir liðið í fyrra en við hlið hans mun aka hinn danski Kevin Magnussen. Magnussen var á mála hjá Renault liðinu á síðasta tímabili.