Skuldsetning kann að aukast vegna hækkunar húsnæðisverðs Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2017 14:16 Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans fór yfir ritið á fundi í morgun. Vísir/Anton Brink Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í dag. „Heilt yfir stöndum við mjög vel um þessar mundir,“ sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundi þar sem skýrslan var kynnt fyrr í dag. Hann sagði að áhætta í fjármálakerfinu tengdist um þessar mundir fyrst og fremst aukinni spennu í þjóðarbúskapnum, ástandinu á fasteignamarkaði, örum vexti ferðaþjónustu og breyttum aðstæðum í framhaldi af losun fjármagnshafta. Hann benti á að fasteignaverð sé orðið sögulega hátt og virðist á síðustu mánuðum hafa hækkað umfram tekjur. Aukin spenna í þjóðarbúskapnum gæti þegar fram líða stundir leitt til fjármálalegs ójafnvægis ef hún brýst út í ofhitnun hagkerfisins og/eða endar með snörpum viðsnúningi. Einna skýrast kemur þessi spenna fram á fasteignamarkaði segir í ritinu. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, fór yfir helstu þætti skýrslunnar á fundinum sagði að enn sem komið er hefði skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ sagði Harpa. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur verið mun hraðari en hækkun almenns verðlags undanfarin misseri segir í skýrslunni. Því skuldsettari sem fasteignaviðskipti eru á meðan verðlag húsnæðis er hátt því verri verður staða lántaka og lánveitenda ef verðið lækkar á ný. Mikil og hröð hækkun fasteignaverðs samhliða vexti íbúðaskulda skapar því hættu á óstöðguleika í fjármálakerfinu. Eins ov Vísir hefur greint frá undanfarið hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent á síðastliðnu ári og er spáð allt að þriðjungs hækkun á komandi árum. Hrein ný útlán til íbúðarkaupa tóku að aukast um mitt ár 2015. Þar gæti verið komin fram fyrstu merki um auknar lánveitingar til íbúðarkaupa í kjölfar verðhækkananna. Enn sem komið er telst vöxturinn í ihúsnæðisskuldum þó hóflegur. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur þar til síðustu mánuði verið í takt við vöxt ráðstöfunartekna. Sveiflur í ráðstöfunartekjum geta þó verið tímabundnar og hröð hækkun þeirra getur verið ósjálfbær. Aukin íbúðafjárfesting undanfarin misseri ætti hins vegar að halda aftur af verðhækkunum þegar fram líða stundir segir í ritinu. Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í dag. „Heilt yfir stöndum við mjög vel um þessar mundir,“ sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundi þar sem skýrslan var kynnt fyrr í dag. Hann sagði að áhætta í fjármálakerfinu tengdist um þessar mundir fyrst og fremst aukinni spennu í þjóðarbúskapnum, ástandinu á fasteignamarkaði, örum vexti ferðaþjónustu og breyttum aðstæðum í framhaldi af losun fjármagnshafta. Hann benti á að fasteignaverð sé orðið sögulega hátt og virðist á síðustu mánuðum hafa hækkað umfram tekjur. Aukin spenna í þjóðarbúskapnum gæti þegar fram líða stundir leitt til fjármálalegs ójafnvægis ef hún brýst út í ofhitnun hagkerfisins og/eða endar með snörpum viðsnúningi. Einna skýrast kemur þessi spenna fram á fasteignamarkaði segir í ritinu. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, fór yfir helstu þætti skýrslunnar á fundinum sagði að enn sem komið er hefði skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ sagði Harpa. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur verið mun hraðari en hækkun almenns verðlags undanfarin misseri segir í skýrslunni. Því skuldsettari sem fasteignaviðskipti eru á meðan verðlag húsnæðis er hátt því verri verður staða lántaka og lánveitenda ef verðið lækkar á ný. Mikil og hröð hækkun fasteignaverðs samhliða vexti íbúðaskulda skapar því hættu á óstöðguleika í fjármálakerfinu. Eins ov Vísir hefur greint frá undanfarið hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent á síðastliðnu ári og er spáð allt að þriðjungs hækkun á komandi árum. Hrein ný útlán til íbúðarkaupa tóku að aukast um mitt ár 2015. Þar gæti verið komin fram fyrstu merki um auknar lánveitingar til íbúðarkaupa í kjölfar verðhækkananna. Enn sem komið er telst vöxturinn í ihúsnæðisskuldum þó hóflegur. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur þar til síðustu mánuði verið í takt við vöxt ráðstöfunartekna. Sveiflur í ráðstöfunartekjum geta þó verið tímabundnar og hröð hækkun þeirra getur verið ósjálfbær. Aukin íbúðafjárfesting undanfarin misseri ætti hins vegar að halda aftur af verðhækkunum þegar fram líða stundir segir í ritinu.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35
Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00