Fasteignaverð gæti náð sögulegu hámarki í apríl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 10:33 Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl. Vísir/Anton Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars og voru hækkanir milli mánaða verulegar að þessu sinni. Eru þær meiri en sést hafa lengi og virðist takturinn stígandi. Hækkanir síðustu tólf mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Raunverð fasteigna mun líklega ná hæstu hæðum í apríl. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent milli mánaða í mars og þar af hækkaði fjölbýli um 2,5 prósent og sérbýli um 3,3 prósent. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2 prósent og er heildarhækkunin 20,9 prósent.Raunverð hækkað um 21 prósent Þá hafa hækkanir á fjölbýli og sérbýli aukist verulega allra síðustu mánuði. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8 til 10 prósent en er nú komin yfir 20 prósenta markið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7 prósent lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir. Raunverð fasteigna hefur hækkað um um það bil 21,3 prósent á einu ári frá mars 2016 til mars 2017. Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl.Spennuástandið verði viðvarandi í nokkurn tíma Hækkanirnar einskorðast þó ekki við höfuðborgarsvæðið því sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar. „Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Það mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars og voru hækkanir milli mánaða verulegar að þessu sinni. Eru þær meiri en sést hafa lengi og virðist takturinn stígandi. Hækkanir síðustu tólf mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Raunverð fasteigna mun líklega ná hæstu hæðum í apríl. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent milli mánaða í mars og þar af hækkaði fjölbýli um 2,5 prósent og sérbýli um 3,3 prósent. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2 prósent og er heildarhækkunin 20,9 prósent.Raunverð hækkað um 21 prósent Þá hafa hækkanir á fjölbýli og sérbýli aukist verulega allra síðustu mánuði. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8 til 10 prósent en er nú komin yfir 20 prósenta markið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7 prósent lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir. Raunverð fasteigna hefur hækkað um um það bil 21,3 prósent á einu ári frá mars 2016 til mars 2017. Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl.Spennuástandið verði viðvarandi í nokkurn tíma Hækkanirnar einskorðast þó ekki við höfuðborgarsvæðið því sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar. „Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Það mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira