Alfreð Finnbogason lagði upp mark í 4-0 stórsigri Augsburg á Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Augsburg sem er komið upp í 13. sæti deildarinnar og er nú tveimur stigum frá fallsæti.
Gamla brýnið Halil Altintop kom Augsburg yfir á 28. mínútu og þremur mínútum fyrir hálfleik bætti hann öðru marki við.
Philipp Max kom Augsburg í 3-0 á 76. mínútu eftir sendingu frá Alfreð og Raúl Bodadilla skoraði svo fjórða markið fimm mínútum fyrir leikslok.
Lokatölur 4-0, Augsburg í vil en liðið hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum.
Alfreð lagði upp mark í stórsigri
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


