Átta hundruð íbúðir í Skerjafjörðinn Sæunn Gísladóttir skrifar 23. maí 2017 07:00 Uppbyggingin í Skerjafirði verður meðal annars þar sem gamla neyðarbrautin var. Í Skerjafirði hefst fljótlega samkeppni um uppbyggingu 800 íbúða auk atvinnuhúsnæðis. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, á föstudag. Fimm arkitektastofum hefur verið boðið að vinna tillögu að rammaskipulagi svæðisins en á því er meðal annars gömlu neyðarbrautina að finna. Fram kom í máli borgarstjóra að borgin væri sennilega á miðju stærsta uppbyggingarskeiði í sögunni. Hann ítrekaði þó að húsnæðisuppbygging í fermetrum talið væri meiri en uppbygging atvinnuhúsnæðis. „Við höfum líklega aldrei í sögu borgarinnar verið með jafn mikið af atvinnulóðum til reiðu,“ sagði Dagur á fundinum. Þá telur hann rauða þráðinn í uppbyggingu á fjölda svæða vera lifandi jarðhæðir, það er uppbygging íbúða með verslun eða þjónustu á jarðhæðinni. Eitt stærsta uppbyggingarsvæðið er við Ártúnshöfða, um 4.500 íbúðir, og umtalsvert atvinnuhúsnæði. Einnig má nefna Hörpureitinn og svæðið í kring sem mun að mörgu leyti umbreyta borgarmyndinni, en þar verður byggt 250 herbergja hótel. Áætluð verklok eru 2019. Húsin við Kirkjusand þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka voru verða rifin og uppbygging þar á 48 þúsund fermetra svæði. Þar er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu.Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað vegna uppbyggingu Hafnartorgs og Hörpureits.vísir/eyþórSprengisandur gæti vikið Dagur benti á húsnæðið við Bústaðaveg 151 í ávarpinu. Þar er verið að leggja af hesthúsabyggð. Skipulagstillaga verður lögð fram í sumar. Svæðið er tilbúið í deiliskipulagsauglýsingu sem fer út fljótlega. Hann benti á að svæðið lægi mjög vel við stofnbrautum. „Um 207 milljarðar eru að fara í fjárfestingu í Vatnsmýrinni, mikið tengt þekkingariðnaði,“ sagði Dagur í ávarpinu. Þar verða nýjar höfuðstöðvar CCP svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin í borginni teygir sig víða. Hugsanlega verður bætt við atvinnulóðum í Hádegismóum því þær eru uppseldar að öðru leyti. Hótel halda áfram að rísa, Dagur benti á að þekkt áform um uppbyggingu væru um 4.000 herbergi. „Við sjáum fyrir okkur tvöföldun á hótelherbergjum. Staðfest verkefni í samþykktu skipulagi eru þegar um 2.800 og eru 1.500 í þróun.“ Dagur sagði borgaryfirvöld áskilja sér rétt til að beina hótelum frá stöðum þar sem mörg hótel eru fyrir og að Borgarlínan væri forsenda þess að öll þessi uppbygging gæti átt sér stað. „Það er lykilatriði í að þróa borgina án þess að umferðarkerfið springi.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Í Skerjafirði hefst fljótlega samkeppni um uppbyggingu 800 íbúða auk atvinnuhúsnæðis. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, á föstudag. Fimm arkitektastofum hefur verið boðið að vinna tillögu að rammaskipulagi svæðisins en á því er meðal annars gömlu neyðarbrautina að finna. Fram kom í máli borgarstjóra að borgin væri sennilega á miðju stærsta uppbyggingarskeiði í sögunni. Hann ítrekaði þó að húsnæðisuppbygging í fermetrum talið væri meiri en uppbygging atvinnuhúsnæðis. „Við höfum líklega aldrei í sögu borgarinnar verið með jafn mikið af atvinnulóðum til reiðu,“ sagði Dagur á fundinum. Þá telur hann rauða þráðinn í uppbyggingu á fjölda svæða vera lifandi jarðhæðir, það er uppbygging íbúða með verslun eða þjónustu á jarðhæðinni. Eitt stærsta uppbyggingarsvæðið er við Ártúnshöfða, um 4.500 íbúðir, og umtalsvert atvinnuhúsnæði. Einnig má nefna Hörpureitinn og svæðið í kring sem mun að mörgu leyti umbreyta borgarmyndinni, en þar verður byggt 250 herbergja hótel. Áætluð verklok eru 2019. Húsin við Kirkjusand þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka voru verða rifin og uppbygging þar á 48 þúsund fermetra svæði. Þar er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu.Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað vegna uppbyggingu Hafnartorgs og Hörpureits.vísir/eyþórSprengisandur gæti vikið Dagur benti á húsnæðið við Bústaðaveg 151 í ávarpinu. Þar er verið að leggja af hesthúsabyggð. Skipulagstillaga verður lögð fram í sumar. Svæðið er tilbúið í deiliskipulagsauglýsingu sem fer út fljótlega. Hann benti á að svæðið lægi mjög vel við stofnbrautum. „Um 207 milljarðar eru að fara í fjárfestingu í Vatnsmýrinni, mikið tengt þekkingariðnaði,“ sagði Dagur í ávarpinu. Þar verða nýjar höfuðstöðvar CCP svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin í borginni teygir sig víða. Hugsanlega verður bætt við atvinnulóðum í Hádegismóum því þær eru uppseldar að öðru leyti. Hótel halda áfram að rísa, Dagur benti á að þekkt áform um uppbyggingu væru um 4.000 herbergi. „Við sjáum fyrir okkur tvöföldun á hótelherbergjum. Staðfest verkefni í samþykktu skipulagi eru þegar um 2.800 og eru 1.500 í þróun.“ Dagur sagði borgaryfirvöld áskilja sér rétt til að beina hótelum frá stöðum þar sem mörg hótel eru fyrir og að Borgarlínan væri forsenda þess að öll þessi uppbygging gæti átt sér stað. „Það er lykilatriði í að þróa borgina án þess að umferðarkerfið springi.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira