Oyama hitar upp fyrir Dinosaur Jr. Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2017 16:30 Margir eflaust ánægðir með þetta. Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. „Við erum í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr! Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snillingar og við hlökkum alveg geðveikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk,“ segja meðlimir Oyama í tilkynningunni. Oyama er Reykvísk hljómsveit sem spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins, sem þau kalla gjarnan sveimrokk. Í lagasmíðum sínum sækja meðlimir Oyama mikinn innblástur í Dinosaur Jr., My Bloody Valentine, Sonic Youth, Slowdive og fleiri sveitir á svipuðum nótum. Oyama gaf sjálf út fyrstu þröngskífu sína, I Wanna, árið 2013, og breiðskífan Coolboy kom svo út hjá 12 Tónum árið 2014 við góðar undirtektir. Sveitin hefur á stuttum ferli náð ágætum árangri og vakið athygli víða um heim, og gerði til að mynda útgáfusamninga vegna Coolboy bæði við Topshelf Record í Bandaríkjunum og Imperial Records í Japan. Sveitin fór svo í tónleikaferð um Japan til að fylgja plötunni eftir. Oyama hafa einnig komið fram á The Great Escape í Bretlandi, Eurosonic í Hollandi og By:Larm í Noregi, svo fátt eitt sé nefnt. Síðastliðið vor gaf sveitin út smáskífuna Handsome Devil sem náði 17. sæti á viral spotify top 50 vinsældalista Billboard og eru þau um þessar mundir að vinna að meira efni fyrir næstu breiðskífu. Miðasala fer fram á midi.is. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. „Við erum í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr! Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snillingar og við hlökkum alveg geðveikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk,“ segja meðlimir Oyama í tilkynningunni. Oyama er Reykvísk hljómsveit sem spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins, sem þau kalla gjarnan sveimrokk. Í lagasmíðum sínum sækja meðlimir Oyama mikinn innblástur í Dinosaur Jr., My Bloody Valentine, Sonic Youth, Slowdive og fleiri sveitir á svipuðum nótum. Oyama gaf sjálf út fyrstu þröngskífu sína, I Wanna, árið 2013, og breiðskífan Coolboy kom svo út hjá 12 Tónum árið 2014 við góðar undirtektir. Sveitin hefur á stuttum ferli náð ágætum árangri og vakið athygli víða um heim, og gerði til að mynda útgáfusamninga vegna Coolboy bæði við Topshelf Record í Bandaríkjunum og Imperial Records í Japan. Sveitin fór svo í tónleikaferð um Japan til að fylgja plötunni eftir. Oyama hafa einnig komið fram á The Great Escape í Bretlandi, Eurosonic í Hollandi og By:Larm í Noregi, svo fátt eitt sé nefnt. Síðastliðið vor gaf sveitin út smáskífuna Handsome Devil sem náði 17. sæti á viral spotify top 50 vinsældalista Billboard og eru þau um þessar mundir að vinna að meira efni fyrir næstu breiðskífu. Miðasala fer fram á midi.is.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp