Bikardagur í Kaplakrika í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2017 06:00 Litlir og stórir FH-ingar. vísir/stefán Mesta fjörið í íþróttalífi hérlendis um helgina verður án vafa í Kaplakrikanum á milli eitt og fjögur í dag þegar FH-ingar hýsa tvær bikarkeppnir í tveimur íþróttagreinum. Í báðum tilfellum eru heimamenn í FH sigurstranglegri en þurfa að berjast við kappsfulla Breiðhyltinga á báðum vígstöðum.Hafa unnið alla titla frá 1994 Í 51. bikarkeppni FRÍ má búast við að baráttan standi sem fyrr á milli risanna FH og ÍR en félögin hafa unnið langflesta bikara frá upphafi sem og alla bikarmeistaratitla frá og með árinu 1994. Í undanúrslitaleik Borgunarbikars karla taka Íslandsmeistarar FH á móti Inkasso-liði Leiknis úr Breiðholti. Sigurvegari leiksins mætir ÍBV í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi. Leiknismenn höfðu aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit fyrir þetta sumar og eru því að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik. FH-liðið hefur unnið alls átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 en aðeins komist tvisvar í bikarúrslitaleikinn á sama tíma. Nú hafa FH-ingar frábært tækifæri til að bæta úr því enda á heimavelli á móti liði sem er í hópi neðstu liðanna í b-deildinni. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins hefst klukkan 13.00 en annað árið í röð fer hún fram á sama degi og klárast á aðeins tveimur klukkutímum. Það verður því allt á fullu á vellinum þessa tvo tíma sem gerir keppnina mjög væna til áhorfs. FH-ingar eiga titil að verja en þeir unnu þrefalt í fyrra og stöðvuðu þá sex ára sigurgöngu ÍR.Tuttugasti titilinn Vinni FH-ingar í dag þá verða þeir bikarmeistarar í tuttugasta sinn en ÍR-ingar hafa unnið flesta bikartitla eða 23. Það ætla þó fleiri félög að blanda sér í baráttunni en Breiðablik, Fjölelding, HSK og Ármann taka líka þátt. FH-ingar urðu bikarmeistarar þegar þeir héldu bikarkeppnina síðast fyrir þrettán árum en misstu þá karlatitilinn til UMSS. FH vann hins vegar þrefalt næstu fjögur ár á eftir.Mikið að gera Það er mikið að gera hjá karlaliði FH í fótbolta. Liðið er nýkomin heim frá Slóveníu þar sem liðið mætti Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Hafnarfjarðarliðsins á síðustu 34 dögum sem þýðir leik á 3,8 daga fresti auk ferðalaga til Færeyja og Slóveníu. Bikarleikur FH og Leiknis átti að fara fram í gærkvöldi en var færður fram um einn dag vegna ferðalags FH-liðsins til Slóveníu í vikunni. Fyrir vikið fær íþróttaáhugafólk óvenjulegan bikartvíhöfða í Kaplakrikanum eftir hádegi í dag. Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Mesta fjörið í íþróttalífi hérlendis um helgina verður án vafa í Kaplakrikanum á milli eitt og fjögur í dag þegar FH-ingar hýsa tvær bikarkeppnir í tveimur íþróttagreinum. Í báðum tilfellum eru heimamenn í FH sigurstranglegri en þurfa að berjast við kappsfulla Breiðhyltinga á báðum vígstöðum.Hafa unnið alla titla frá 1994 Í 51. bikarkeppni FRÍ má búast við að baráttan standi sem fyrr á milli risanna FH og ÍR en félögin hafa unnið langflesta bikara frá upphafi sem og alla bikarmeistaratitla frá og með árinu 1994. Í undanúrslitaleik Borgunarbikars karla taka Íslandsmeistarar FH á móti Inkasso-liði Leiknis úr Breiðholti. Sigurvegari leiksins mætir ÍBV í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi. Leiknismenn höfðu aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit fyrir þetta sumar og eru því að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik. FH-liðið hefur unnið alls átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 en aðeins komist tvisvar í bikarúrslitaleikinn á sama tíma. Nú hafa FH-ingar frábært tækifæri til að bæta úr því enda á heimavelli á móti liði sem er í hópi neðstu liðanna í b-deildinni. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins hefst klukkan 13.00 en annað árið í röð fer hún fram á sama degi og klárast á aðeins tveimur klukkutímum. Það verður því allt á fullu á vellinum þessa tvo tíma sem gerir keppnina mjög væna til áhorfs. FH-ingar eiga titil að verja en þeir unnu þrefalt í fyrra og stöðvuðu þá sex ára sigurgöngu ÍR.Tuttugasti titilinn Vinni FH-ingar í dag þá verða þeir bikarmeistarar í tuttugasta sinn en ÍR-ingar hafa unnið flesta bikartitla eða 23. Það ætla þó fleiri félög að blanda sér í baráttunni en Breiðablik, Fjölelding, HSK og Ármann taka líka þátt. FH-ingar urðu bikarmeistarar þegar þeir héldu bikarkeppnina síðast fyrir þrettán árum en misstu þá karlatitilinn til UMSS. FH vann hins vegar þrefalt næstu fjögur ár á eftir.Mikið að gera Það er mikið að gera hjá karlaliði FH í fótbolta. Liðið er nýkomin heim frá Slóveníu þar sem liðið mætti Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Hafnarfjarðarliðsins á síðustu 34 dögum sem þýðir leik á 3,8 daga fresti auk ferðalaga til Færeyja og Slóveníu. Bikarleikur FH og Leiknis átti að fara fram í gærkvöldi en var færður fram um einn dag vegna ferðalags FH-liðsins til Slóveníu í vikunni. Fyrir vikið fær íþróttaáhugafólk óvenjulegan bikartvíhöfða í Kaplakrikanum eftir hádegi í dag.
Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira