Sjálfstæðisflokkurinn og Donald Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Donald Trump á sér engan líka. Á sinni skömmu en dramatísku forsetatíð hefur hann dregið niður virðingu fyrir stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Sem forseti hefur hann ráðist í orði og í verki gegn grundvallarmannréttindum samfélagshópa, bæði í Bandaríkjunum og hjá þeim sem vilja koma til landsins. Hann er forseti sem hefur sett Bandaríkin á kaldan klaka þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Hann er forseti sem hikar ekki við að nýta sér forsetaembættið til að þjóna persónulegum viðskiptahagsmunum. Donald Trump er enda óvinsælasti forseti Bandaríkjanna sem sögur fara af. Steininn tók auðvitað úr þegar Trump sýndi sitt rétta andlit í kjölfar hryllingsins í Charlottesville. Þegar hópur Ku Klux Klan og ný-nasista þrammaði, vopnaður og ógnandi um göturnar til að mótmæla því að fjarlægja átti styttu sem hyllir kynþáttahyggju Suðurríkjanna og þrælahald á þeldökku fólki. Heimurinn horfði í forundran þegar ung kona lést í mótmælum við rasistana. Langflestir bjuggust auðvitað við fordæmingum Heimsbyggðinni blöskraði þegar Trump sagði í kjölfar mótmælanna að í báðum hópum væri afar gott fólk og að róttækir vinstrimenn (alt-left) ættu jafna sök á ofbeldinu sem braust út í Charlottesville. Forseta Bandaríkjanna mistókst þar með herfilega að stíga niður fæti, draga línu um hvað má og hvað má ekki í siðuðu ríki. Honum mistókst að fordæma djúpstætt hatur hvítra kynþáttahatara og mistókst að halda á lofti virðingu fyrir fórnarlömbum bæði seinni heimsstyrjaldarinnar og Þrælastríðsins. Honum mistókst að halda á lofti virðingu fyrir mannréttindum. Niðurlæging Bandaríkjanna getur vart orðið meiri á alþjóðavettvangi. Hneykslanleg viðbrögð létu enda ekki á sér standa, hvorki innan Bandaríkjanna né utan. Tveir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar úr flokki Trumps stigu fram og gerðu það sem alvöru forseti hefði gert; að fordæma hatur af hvers kyns tagi, sér í lagi kynþáttahatur. Forsætisráðherra Bretlands fordæmdi hvers kyns kynþáttahatur. Viðbrögð hennar þóttu samt of slök og þrýst var á hana af almenningi, fjölmiðlum og stjórnmálafólki í Bretlandi að tala skýrar gegn siðblindum forsetanum og hún hvött til að taka ekki á móti Trump í opinbera heimsókn til Bretlands. Þýski innanríkisráðherrann fordæmdi harðlega orð Trumps og það gerði einnig leiðtogi þýsku stjórnarandstöðunnar. Evrópusambandið og leiðtogar á alþjóðavettvangi fordæmdu kynþáttahatur og afsakanir Trumps. Og nefnd Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu kynþáttamismunar varar nú við málflutningi kynþáttahatara í Bandaríkjunum og hvetur æðstu ráðamenn þjóðarinnar að hafna skýrt og afdráttarlaust málflutningi kynþáttahatara.Hér heyrist ekki múkk En hér á Íslandi heyrist ekki múkk frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands. Það er eins og ekki megi gagnrýna Trump. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra fara eins og kettir kringum graut þegar kemur að hinum ruglaða Bandaríkjaforseta. Utanríkisráðherra Íslands talar enn þá um það (Helgarútgáfan 13. ágúst Rás 2) að enn eigi eftir „að koma í ljós hvernig forseti Trump sé, að hann sé „bara“ búinn að vera í embætti í 200 daga og „…við þurfum nú að sjá hvernig ríkisstjórn Trumps eigi eftir að vera“. Trump þurfi nú tíma. Sama dans í kringum Bandaríkjaforsetann hefur Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, dansað. Trump sé að mörgu leyti „óvenjulegur forseti“ eins og Bjarni hefur orðað það pent. Jafnvel þó að Trump sé allrar gagnrýni verður, þá virðist ráðherrum Sjálfstæðisflokksins það lífsins ómögulegt að gagnrýna orð og gerðir hans. Það var ekki fyrr en allir aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna hörmuðu að Trump ákvað að slíta Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu, að Bjarni Benediktsson lét til leiðast í eitt skiptið að gagnrýna Trump. Með semingi þó. Donald Trump þarf alls ekki meiri tíma til að réttlætanlegt sé að gagnrýna hann. Hann hefur nú þegar haft nægan tíma til að sýna nákvæmlega hvers konar forseti hann er. Af nógu er að taka. Forseti sem fordæmir minnihlutahópa, sýnir kvenfyrirlitningu og hótar kjarnorkustríði gegn N-Kóreu – en getur alls ekki fordæmt hvíta nasista – er fyllilega þess verður að gagnrýna með skýrum hætti. Íslenskir ráðherrar, talsmenn þjóðarinnar, eiga að vera óhræddir við að gagnrýna kynþáttahatur og beinan eða óbeinan stuðning við það. Annað er undirlægjuháttur ráðamanna sjálfstæðs ríkis og á ekkert skylt við utanríkisstefnu Íslands. Höfundur er þingmaður VG og situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Donald Trump á sér engan líka. Á sinni skömmu en dramatísku forsetatíð hefur hann dregið niður virðingu fyrir stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Sem forseti hefur hann ráðist í orði og í verki gegn grundvallarmannréttindum samfélagshópa, bæði í Bandaríkjunum og hjá þeim sem vilja koma til landsins. Hann er forseti sem hefur sett Bandaríkin á kaldan klaka þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Hann er forseti sem hikar ekki við að nýta sér forsetaembættið til að þjóna persónulegum viðskiptahagsmunum. Donald Trump er enda óvinsælasti forseti Bandaríkjanna sem sögur fara af. Steininn tók auðvitað úr þegar Trump sýndi sitt rétta andlit í kjölfar hryllingsins í Charlottesville. Þegar hópur Ku Klux Klan og ný-nasista þrammaði, vopnaður og ógnandi um göturnar til að mótmæla því að fjarlægja átti styttu sem hyllir kynþáttahyggju Suðurríkjanna og þrælahald á þeldökku fólki. Heimurinn horfði í forundran þegar ung kona lést í mótmælum við rasistana. Langflestir bjuggust auðvitað við fordæmingum Heimsbyggðinni blöskraði þegar Trump sagði í kjölfar mótmælanna að í báðum hópum væri afar gott fólk og að róttækir vinstrimenn (alt-left) ættu jafna sök á ofbeldinu sem braust út í Charlottesville. Forseta Bandaríkjanna mistókst þar með herfilega að stíga niður fæti, draga línu um hvað má og hvað má ekki í siðuðu ríki. Honum mistókst að fordæma djúpstætt hatur hvítra kynþáttahatara og mistókst að halda á lofti virðingu fyrir fórnarlömbum bæði seinni heimsstyrjaldarinnar og Þrælastríðsins. Honum mistókst að halda á lofti virðingu fyrir mannréttindum. Niðurlæging Bandaríkjanna getur vart orðið meiri á alþjóðavettvangi. Hneykslanleg viðbrögð létu enda ekki á sér standa, hvorki innan Bandaríkjanna né utan. Tveir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar úr flokki Trumps stigu fram og gerðu það sem alvöru forseti hefði gert; að fordæma hatur af hvers kyns tagi, sér í lagi kynþáttahatur. Forsætisráðherra Bretlands fordæmdi hvers kyns kynþáttahatur. Viðbrögð hennar þóttu samt of slök og þrýst var á hana af almenningi, fjölmiðlum og stjórnmálafólki í Bretlandi að tala skýrar gegn siðblindum forsetanum og hún hvött til að taka ekki á móti Trump í opinbera heimsókn til Bretlands. Þýski innanríkisráðherrann fordæmdi harðlega orð Trumps og það gerði einnig leiðtogi þýsku stjórnarandstöðunnar. Evrópusambandið og leiðtogar á alþjóðavettvangi fordæmdu kynþáttahatur og afsakanir Trumps. Og nefnd Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu kynþáttamismunar varar nú við málflutningi kynþáttahatara í Bandaríkjunum og hvetur æðstu ráðamenn þjóðarinnar að hafna skýrt og afdráttarlaust málflutningi kynþáttahatara.Hér heyrist ekki múkk En hér á Íslandi heyrist ekki múkk frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands. Það er eins og ekki megi gagnrýna Trump. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra fara eins og kettir kringum graut þegar kemur að hinum ruglaða Bandaríkjaforseta. Utanríkisráðherra Íslands talar enn þá um það (Helgarútgáfan 13. ágúst Rás 2) að enn eigi eftir „að koma í ljós hvernig forseti Trump sé, að hann sé „bara“ búinn að vera í embætti í 200 daga og „…við þurfum nú að sjá hvernig ríkisstjórn Trumps eigi eftir að vera“. Trump þurfi nú tíma. Sama dans í kringum Bandaríkjaforsetann hefur Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, dansað. Trump sé að mörgu leyti „óvenjulegur forseti“ eins og Bjarni hefur orðað það pent. Jafnvel þó að Trump sé allrar gagnrýni verður, þá virðist ráðherrum Sjálfstæðisflokksins það lífsins ómögulegt að gagnrýna orð og gerðir hans. Það var ekki fyrr en allir aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna hörmuðu að Trump ákvað að slíta Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu, að Bjarni Benediktsson lét til leiðast í eitt skiptið að gagnrýna Trump. Með semingi þó. Donald Trump þarf alls ekki meiri tíma til að réttlætanlegt sé að gagnrýna hann. Hann hefur nú þegar haft nægan tíma til að sýna nákvæmlega hvers konar forseti hann er. Af nógu er að taka. Forseti sem fordæmir minnihlutahópa, sýnir kvenfyrirlitningu og hótar kjarnorkustríði gegn N-Kóreu – en getur alls ekki fordæmt hvíta nasista – er fyllilega þess verður að gagnrýna með skýrum hætti. Íslenskir ráðherrar, talsmenn þjóðarinnar, eiga að vera óhræddir við að gagnrýna kynþáttahatur og beinan eða óbeinan stuðning við það. Annað er undirlægjuháttur ráðamanna sjálfstæðs ríkis og á ekkert skylt við utanríkisstefnu Íslands. Höfundur er þingmaður VG og situr í utanríkismálanefnd Alþingis.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun