Serbar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í körfubolta þar sem þeir munu mæta Slóveníu á sunnudaginn.
Serbía vann átta stiga sigur á Rússlandi, 87-79, í seinni undanúrslitaleiknum eftir að hafa verið fjórtán stigum yfir í hálfleik, 48-34.
Rússar verða að sætta sig við það að mæta Spánverjum í bronsleiknum. Besti maður vallarins var þó Rússinn Alexey Shved sem skoraði 33 stig og gaf 5 stoðsendingar í leiknum.
Bogdan Bogdanović skoraði 24 stig fyrir Serbíu og risinn Boban Marjanović var með 18 stig á 21 mínútu.
Júgóslavar urðu á sínum tíma átta sinnum Evrópumeistarar en nú mætast tvær fyrrum þjóðir Júgóslavíu í úrslitaleiknum í fyrsta sinn.
Það er jafnframt ljóst að það verður nýtt nafn skrifað á bikarinn því Slóvenar hafa aldrei áður spilað til úrslita og Serbar töpuðu sínum eina úrslitaleik til þessa fyrir átta árum.
Serbar unnu annan leikhlutann 23-14 og lögðu þá grunninn að sigrinum en serbneska liðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-20.
Rússar léku mun betur í seinni hálfleiknum og náðu að minnka muninn niður í tvö stig.
Nær komust þeir ekki og Serbum tókst að landa sigri og komast í úrslitaleikinn.
Stórleikur Shved dugði ekki gegn Serbum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
