Siggi vill selja skyrfyrirtækið sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 07:36 Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift. Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. Samkvæmt heimildarmönnum CNBC hefur fyrirtækið leitað til fjárfestingarbankans JPMorgan eftir aðstoð við söluna en mögulegt virði fyrirtækisins er ekki sagt liggja fyrir að svo stöddu. Vörur fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í mjólkurvörum með lágu sykurmagni, eru seldar í um 25 þúsund verslunum vestanhafs en vinsælasta vörutegundin, Siggi’s skyr, er byggð á íslenskri uppskrift og fæst í 13 bragðtegundum.Sjá einnig: Tók skyrið fram yfir Wall Street Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2004 hefur það vaxið hratt, eða um næstum 50% á ári. Talið er að sala þess á næsta ári muni nema um 200 milljónum dala, 22 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtæki Sigurðar samdi í september í fyrra við Starbucks og nú er hægt að kaupa Siggi’s-vörur í um sjö þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar í Bandaríkjunum.Greint var frá því í vor að fyrirtækið væri nú með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í dag selur The Icelandic Milk and Skyr Corporation um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnu og mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Í frétt CNBC er ýjað að því að stórfyrirtæki á borð við Dean Food, General Mills og Pepsi gætu haft áhuga á því að kaupa Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem myndi auka dreifingu vara þess umtalsvert frá því sem nú er. Þó sé ekki vitað til þess að þau hafi eða muni bjóða í fyrirtækið. Tengdar fréttir Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sigurður Kjartan Hilmarsson og aðrir eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation íhuga nú að selja fyrirtækið. Samkvæmt heimildarmönnum CNBC hefur fyrirtækið leitað til fjárfestingarbankans JPMorgan eftir aðstoð við söluna en mögulegt virði fyrirtækisins er ekki sagt liggja fyrir að svo stöddu. Vörur fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í mjólkurvörum með lágu sykurmagni, eru seldar í um 25 þúsund verslunum vestanhafs en vinsælasta vörutegundin, Siggi’s skyr, er byggð á íslenskri uppskrift og fæst í 13 bragðtegundum.Sjá einnig: Tók skyrið fram yfir Wall Street Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2004 hefur það vaxið hratt, eða um næstum 50% á ári. Talið er að sala þess á næsta ári muni nema um 200 milljónum dala, 22 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtæki Sigurðar samdi í september í fyrra við Starbucks og nú er hægt að kaupa Siggi’s-vörur í um sjö þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar í Bandaríkjunum.Greint var frá því í vor að fyrirtækið væri nú með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Í dag selur The Icelandic Milk and Skyr Corporation um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnu og mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Í frétt CNBC er ýjað að því að stórfyrirtæki á borð við Dean Food, General Mills og Pepsi gætu haft áhuga á því að kaupa Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem myndi auka dreifingu vara þess umtalsvert frá því sem nú er. Þó sé ekki vitað til þess að þau hafi eða muni bjóða í fyrirtækið.
Tengdar fréttir Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30 Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Sigurður Kjartan Hilmarsson fagnaði í síðustu viku því að The Icelandic Milk and Skyr Corporation er nú komið með tveggja prósenta hlutdeild af bandaríska jógúrtmarkaðnum. 22. mars 2017 07:30
Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38