Stóðu einir gegn vígamönnum í tvo tíma Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 13:15 Frá jarðarför La David Johnson sem lést í Níger. Vísir/AFP Hermenn Bandaríkjanna sem ásamt hermönnum Níger lentu í umsátri íslamskra víganna í byrjun mánaðarins kölluðu ekki eftir hjálp fyrr en um klukkustund eftir að skotbardaginn hófst. Hjálpin barst ekki fyrr en eftir aðra klukkustund og voru þeir því einir í tvo tíma. Fjórir bandarískir og fimm nígerskir hermenn létu lífið Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna eru í Níger þar sem þá þjálfa og aðstoða heimamenn í baráttu þeirra gegn vígahópum sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Mikil óvissa ríkir varðandi árásina og af hverju einn hermaðurinn sem dó fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna rannsaka nú atvikið. Hershöfðinginn Joseph Dunford hélt blaðamannafund í gær þar sem hann fór yfir það sem vitað var og hvað lægi ekki fyrir.Tólf bandarískir sérsveitarmenn voru í könnunarleiðangri með 30 nígerskum hermönnum og fóru þeir til þorpsins Tongo Tongo þann þriðja október og héldu þeir til þar yfir nóttina. Á leiðinni til baka réðust um 50 vígamenn, hliðhollir ISIS, á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Hluti rannsóknarinnar snýr að því hvort að íbúar þorpsins hafi látið vígamennina vita af ferð hermannanna. Dunford sagði að um 800 bandarískir hermenn séu í Níger og Bandaríkin hafi haft viðveru þar í rúma tvo áratugi. Markmiðið nú sé að aðstoða Frakka, sem leiða aðgerðirnar gegn ISIS, al-Qaeda og Boko Haram. Allt í allt eru um sex þúsund bandarískir hermenn í Afríku.Samkvæmt frétt Washington Post kölluðu hermennirnir eftir aðstoð um klukkustund eftir að átökin hófust. Þá tók hálftíma að koma frönskum herþotum á loft frá nærliggjandi herstöð og það tók flugmennina um hálftíma til viðbótar að komast á vettvang. Á meðan á þessu stóð var óvopnaður bandarískur dróni yfir átakasvæðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem í ljós kom að hermaðurinn La David Johnson var týndur. Umfangsmikil leit var sett af stað og fannst lík hans þann sjötta október. Ekkja hans, Myeshia Johnson, hefur þó kvartað yfir því að hún hafi ekki fengið að sjá líka hans og viti í rauninni ekki fyrir víst að hann hafi verið í kistunni sem var flutt til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Ekkjan opnar sig um símtalið við TrumpStefna hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna er að hægt sé að mæla með því að fjölskyldan skoði ekki líkið, en það sé þó ákvörðun fjölskyldunnar. Dunford sagði að frekari upplýsingar verði gerðar opinberar þegar þær liggi fyrir. Hann sagði herinn skulda fjölskyldum mannanna upplýsingar um hvað hefði gerst. Bandaríkin Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hermenn Bandaríkjanna sem ásamt hermönnum Níger lentu í umsátri íslamskra víganna í byrjun mánaðarins kölluðu ekki eftir hjálp fyrr en um klukkustund eftir að skotbardaginn hófst. Hjálpin barst ekki fyrr en eftir aðra klukkustund og voru þeir því einir í tvo tíma. Fjórir bandarískir og fimm nígerskir hermenn létu lífið Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna eru í Níger þar sem þá þjálfa og aðstoða heimamenn í baráttu þeirra gegn vígahópum sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Mikil óvissa ríkir varðandi árásina og af hverju einn hermaðurinn sem dó fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna rannsaka nú atvikið. Hershöfðinginn Joseph Dunford hélt blaðamannafund í gær þar sem hann fór yfir það sem vitað var og hvað lægi ekki fyrir.Tólf bandarískir sérsveitarmenn voru í könnunarleiðangri með 30 nígerskum hermönnum og fóru þeir til þorpsins Tongo Tongo þann þriðja október og héldu þeir til þar yfir nóttina. Á leiðinni til baka réðust um 50 vígamenn, hliðhollir ISIS, á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Hluti rannsóknarinnar snýr að því hvort að íbúar þorpsins hafi látið vígamennina vita af ferð hermannanna. Dunford sagði að um 800 bandarískir hermenn séu í Níger og Bandaríkin hafi haft viðveru þar í rúma tvo áratugi. Markmiðið nú sé að aðstoða Frakka, sem leiða aðgerðirnar gegn ISIS, al-Qaeda og Boko Haram. Allt í allt eru um sex þúsund bandarískir hermenn í Afríku.Samkvæmt frétt Washington Post kölluðu hermennirnir eftir aðstoð um klukkustund eftir að átökin hófust. Þá tók hálftíma að koma frönskum herþotum á loft frá nærliggjandi herstöð og það tók flugmennina um hálftíma til viðbótar að komast á vettvang. Á meðan á þessu stóð var óvopnaður bandarískur dróni yfir átakasvæðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem í ljós kom að hermaðurinn La David Johnson var týndur. Umfangsmikil leit var sett af stað og fannst lík hans þann sjötta október. Ekkja hans, Myeshia Johnson, hefur þó kvartað yfir því að hún hafi ekki fengið að sjá líka hans og viti í rauninni ekki fyrir víst að hann hafi verið í kistunni sem var flutt til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Ekkjan opnar sig um símtalið við TrumpStefna hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna er að hægt sé að mæla með því að fjölskyldan skoði ekki líkið, en það sé þó ákvörðun fjölskyldunnar. Dunford sagði að frekari upplýsingar verði gerðar opinberar þegar þær liggi fyrir. Hann sagði herinn skulda fjölskyldum mannanna upplýsingar um hvað hefði gerst.
Bandaríkin Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30