Þjóðarátak um bætt kjör kvennastétta Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. október 2017 13:00 Konur eru að jafnaði með um 16% lægri laun en karlar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Okkur hefur lítið miðað í að draga úr þessum launamun á undanförnum árum þrátt fyrir mikla umræðu um þetta óréttlæti. Þetta er staðan, þrátt fyrir að konur séu að jafnaði með betri menntun en karlar, þrátt fyrir að konum hafi fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja, þrátt fyrir jafnvægi hafi náðst í kynjahlutföllum á Alþingi og þrátt fyrir ótal marga aðra sigra í jafnréttismálum. Í dag eru 42 ár liðin frá kvennafrídeginum þar sem um 90% íslenskra kvenna lögðu niður vinnu til að meðal annars til að mótmæla kynbundnum launamun. Þann dag komu 25 þúsund konur saman í miðborginni til að mótmæla þessu óréttlæti. Verkfallið varð kveikjan að stóraukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum og stórstígum framförum í jafnréttismálum. Það er hins vegar óþolandi að nú 42 árum síðar sé launamunur kynjanna enn jafn mikill og raun ber vitni. Þrátt fyrir að við hælum okkur af frábærum árangri í jafnréttismálum á alþjóða vísu er Ísland með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópu. En hvernig getur staðið á því að þetta er staðan? Ástæðan er í sjálfu sér einföld. Það er kerfisbundin skekkja í launum stórra stétta sem einkum eru skipaðar konum. Þetta eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar, heilbrigðisstarfsfólk og stórar stéttir aðrar sem einkum vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Kjör þessara kvennastétta leiða til þess að Ísland mælist með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópa. Þessi staða hefur afleiðingar fyrir konur og fyrir okkur öll. Það er ekki hægt að tala um uppbyggingu innviða án þess að ræða um kjör kvennastétta. Þetta tvennt helst í hendur. Við sem samfélag þurfum að hafa kjark til að breyta þessu. Það sem til þarf er þjóðarsátt um bætt starfskjör kvennastétta. Verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og opinberir aðilar þurfa að skuldbinda sig til að fara með lausnamiðuðum hætti inn í þetta verkefni og hækka verulega laun þessara stétta. Ekkert réttlætir að byrjunarlaun leikskólakennara með 5 ára nám að baki sé rúmum 200 þúsund krónum undir meðallaunum í landinu.Höfundur er félags-og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Konur eru að jafnaði með um 16% lægri laun en karlar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Okkur hefur lítið miðað í að draga úr þessum launamun á undanförnum árum þrátt fyrir mikla umræðu um þetta óréttlæti. Þetta er staðan, þrátt fyrir að konur séu að jafnaði með betri menntun en karlar, þrátt fyrir að konum hafi fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja, þrátt fyrir jafnvægi hafi náðst í kynjahlutföllum á Alþingi og þrátt fyrir ótal marga aðra sigra í jafnréttismálum. Í dag eru 42 ár liðin frá kvennafrídeginum þar sem um 90% íslenskra kvenna lögðu niður vinnu til að meðal annars til að mótmæla kynbundnum launamun. Þann dag komu 25 þúsund konur saman í miðborginni til að mótmæla þessu óréttlæti. Verkfallið varð kveikjan að stóraukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum og stórstígum framförum í jafnréttismálum. Það er hins vegar óþolandi að nú 42 árum síðar sé launamunur kynjanna enn jafn mikill og raun ber vitni. Þrátt fyrir að við hælum okkur af frábærum árangri í jafnréttismálum á alþjóða vísu er Ísland með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópu. En hvernig getur staðið á því að þetta er staðan? Ástæðan er í sjálfu sér einföld. Það er kerfisbundin skekkja í launum stórra stétta sem einkum eru skipaðar konum. Þetta eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar, heilbrigðisstarfsfólk og stórar stéttir aðrar sem einkum vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Kjör þessara kvennastétta leiða til þess að Ísland mælist með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópa. Þessi staða hefur afleiðingar fyrir konur og fyrir okkur öll. Það er ekki hægt að tala um uppbyggingu innviða án þess að ræða um kjör kvennastétta. Þetta tvennt helst í hendur. Við sem samfélag þurfum að hafa kjark til að breyta þessu. Það sem til þarf er þjóðarsátt um bætt starfskjör kvennastétta. Verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og opinberir aðilar þurfa að skuldbinda sig til að fara með lausnamiðuðum hætti inn í þetta verkefni og hækka verulega laun þessara stétta. Ekkert réttlætir að byrjunarlaun leikskólakennara með 5 ára nám að baki sé rúmum 200 þúsund krónum undir meðallaunum í landinu.Höfundur er félags-og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun