NBA í nótt: Gríska fríkið áfram í miklu stuði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 07:00 Giannis Antetokounmpo. Vísir/Getty Giannis Antetokounmpo er illviðráðanlegur í NBA-deildinni í körfubolta í upphafi leiktíðar og meistarar Golden State Warriors unnu léttan sigur. Washington Wizards er eina taplausa liðið í Austurdeildinni en bæði San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies héldu líka áfram fullkominni byrjun sinni í nótt. Phoenix Suns snéri við blaðinu og vann sinn fyrsta leik undir stjórn nýja þjálfarans og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu í sínum fjórða leik í NBA.Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo var með 32 stig og 14 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 103-94 sigur á Charlotte Hornets. Bucks-liðið skoraði níu síðustu stigin í leiknum. Antetokounmpo var einnig með 6 stoðsendingar, 2 varin skot og hitti úr 13 af 21 skoti sínu en Grikkinn hefur byrjað þetta tímabil af miklum krafti.Stephen Curry skoraði 29 stig og Kevin Durant var með 25 stig þegar meistarar Golden State Warriors unnu 133-103 sigur á Dallas en Golden State menn voru fyrir leikinn búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Dallas hefur aftur á móti tapað fyrstu fjórum leikjum leiktíðarinnar. Stephen Curry hitti meðal annars úr öllum 13 vítum sínum í leiknum en auk stiganna 29 var hann líka með 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Durant var með 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Draymond Green bætti við 10 stigum, 8 stoðsendingum og 7 fráköstum. Marc Gasol skoraði 26 stig fyrir Memphis Grizzlies sem vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið lagði Houston 98-90 á útivelli. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014-15 tímabilið sem Memphis-liðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína en þá byrjaði 6-0. James Harden var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst fyrir Houston en Eric Gordon var stigahæstur hjá liðinu með 27 stig.Nýliðinn Ben Simmons var með þrennu þegar Philadelphia 76ers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu en Simmons var með 21 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar í 97-86 sigri á Detroit Pistons. Joel Embiid var einnig með 30 stig fyrir Philadelphia-liðið sem hafði tapað þremur fyrstu leikjum sínum.Bradley Beal skoraði 20 stig og bætti við 19 stigum og 12 stoðsendingum þegar Washington Wizards vann 109-104 útisigur á Denver Nuggets. Washington menn hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins. Wizards-liðið hitti meðal annars úr 26 af 28 vítaskotum sínum í leiknum. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 29 stig.Devin Booker skoraði 22 stig þar af tvö víti þegar 9,8 sekúndur voru eftir þegar Phoenix Suns vann 117-115 sigur á Sacramento Kings. Suns rak þjálfarann eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum en Jay Triano vann sinn fyrsta leik sem þjálfari liðsins.LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur í 101-97 sigri San Antionio Spurs á Toronto Raptors en Aldridge skoraði 20 stig í þriðja sigri Spurs í þremur leikjum. Dejounte Murray var síðan með 16 stig og 15 fráköst. Spurs-liðið vann þrátt fyrir að spila án þeirra Kawhi Leonard og Tony Parker. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 28 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Sacramento Kings 117-115 Denver Nuggets - Washington Wizards 104-109 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 103-133 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 101-97 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 90-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 103-94 Miami Heat - Atlanta Hawks 104-93 Detroit Pistons - Philadelphia 76ers 86-97 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119 NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Giannis Antetokounmpo er illviðráðanlegur í NBA-deildinni í körfubolta í upphafi leiktíðar og meistarar Golden State Warriors unnu léttan sigur. Washington Wizards er eina taplausa liðið í Austurdeildinni en bæði San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies héldu líka áfram fullkominni byrjun sinni í nótt. Phoenix Suns snéri við blaðinu og vann sinn fyrsta leik undir stjórn nýja þjálfarans og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu í sínum fjórða leik í NBA.Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo var með 32 stig og 14 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 103-94 sigur á Charlotte Hornets. Bucks-liðið skoraði níu síðustu stigin í leiknum. Antetokounmpo var einnig með 6 stoðsendingar, 2 varin skot og hitti úr 13 af 21 skoti sínu en Grikkinn hefur byrjað þetta tímabil af miklum krafti.Stephen Curry skoraði 29 stig og Kevin Durant var með 25 stig þegar meistarar Golden State Warriors unnu 133-103 sigur á Dallas en Golden State menn voru fyrir leikinn búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Dallas hefur aftur á móti tapað fyrstu fjórum leikjum leiktíðarinnar. Stephen Curry hitti meðal annars úr öllum 13 vítum sínum í leiknum en auk stiganna 29 var hann líka með 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Durant var með 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Draymond Green bætti við 10 stigum, 8 stoðsendingum og 7 fráköstum. Marc Gasol skoraði 26 stig fyrir Memphis Grizzlies sem vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið lagði Houston 98-90 á útivelli. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014-15 tímabilið sem Memphis-liðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína en þá byrjaði 6-0. James Harden var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst fyrir Houston en Eric Gordon var stigahæstur hjá liðinu með 27 stig.Nýliðinn Ben Simmons var með þrennu þegar Philadelphia 76ers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu en Simmons var með 21 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar í 97-86 sigri á Detroit Pistons. Joel Embiid var einnig með 30 stig fyrir Philadelphia-liðið sem hafði tapað þremur fyrstu leikjum sínum.Bradley Beal skoraði 20 stig og bætti við 19 stigum og 12 stoðsendingum þegar Washington Wizards vann 109-104 útisigur á Denver Nuggets. Washington menn hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins. Wizards-liðið hitti meðal annars úr 26 af 28 vítaskotum sínum í leiknum. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 29 stig.Devin Booker skoraði 22 stig þar af tvö víti þegar 9,8 sekúndur voru eftir þegar Phoenix Suns vann 117-115 sigur á Sacramento Kings. Suns rak þjálfarann eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum en Jay Triano vann sinn fyrsta leik sem þjálfari liðsins.LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur í 101-97 sigri San Antionio Spurs á Toronto Raptors en Aldridge skoraði 20 stig í þriðja sigri Spurs í þremur leikjum. Dejounte Murray var síðan með 16 stig og 15 fráköst. Spurs-liðið vann þrátt fyrir að spila án þeirra Kawhi Leonard og Tony Parker. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 28 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Sacramento Kings 117-115 Denver Nuggets - Washington Wizards 104-109 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 103-133 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 101-97 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 90-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 103-94 Miami Heat - Atlanta Hawks 104-93 Detroit Pistons - Philadelphia 76ers 86-97 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira