Nýliði í NBA að reyna að breyta stuttbuxnatískunni í deild þeirra bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 23:30 OG Anunoby í leik með Toronto Raptors. Vísir/Getty Stuttbuxnatískan í NBA-deildinni hefur verið óbreytt síðustu árin enda allir leikmenn deildarinn að spila í víðum og síðum stuttbuxum. Á sama tíma hafa menn gert grín af stuttu og þröngu buxunum á árum áður. Leikmenn eins og John Stockton hafa mátt þola mikið háðsglósum fyrir sínar þröngu og stuttu buxur og það bjóst enginn við að NBA-leikmennirnir myndu feta þá slóð aftur. Nú er hinsvegar nýliðinn OG Anunoby mættur í NBA-deildina og hann er ekki bara að vekja athygli fyrir frammistöðu sína inn á gólfinu. Hann var með 9 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar á 17 mínútum í sínum fyrsta leik fyrir Toronto Raptors og liðið vann þessar 17 mínútur með 26 stigum. Ekki slæmt fyrir 20 ára strák sem sést troða hér fyrir neðan eftir flotta hreyfingu.OG Anunoby spins and slams it home for his first career #NBA bucket! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/0lwStfAfiZ — NBA (@NBA) October 20, 2017 Það voru aftur á móti buxurnar hans sem stálu senunni. Eftir leikinn kepptist fólk við það að birta myndir af þröngu buxunum hans OG Anunoby á samfélagsmiðlunum.How to look like an OG. #Tights@Raptors#WeTheNorth #OGAnunbypic.twitter.com/lAKvG62dQh — Tyler Partridge (@TylerPartridge1) October 20, 2017#WeTheNorth OG's booty rivals KLOE's @william_lou@iamharshdavepic.twitter.com/YhkUgpg5OK — Quavo Tarantino (@samfolkk) October 20, 2017 OG Anunoby heitir fullu nafni Ogugua „OG" Anunoby Jr. og er af enskum og nígerískum ættum. Hann fæddist í London í júlí 1997. Hann spilar sem lítill framherji og er 203 sentímetra á hæð. Toronto Raptors tók hann númer 23 í nýliðavalinu síðasta sumar. „Mér er alveg sama þótt að hann spili í bikiní á meðan hann spilar á fullu,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Toronto Raptors um stuttu og þröngu buxurnar hans OG Anunoby. OG Anunoby er ekki bara að taka upp á þessu núna í NBA-deildinni því hann spilaði líka í þröngum stuttbuxum í Indiana-háskólanum þar sem hann lék frá 2015 til 2017. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Stuttbuxnatískan í NBA-deildinni hefur verið óbreytt síðustu árin enda allir leikmenn deildarinn að spila í víðum og síðum stuttbuxum. Á sama tíma hafa menn gert grín af stuttu og þröngu buxunum á árum áður. Leikmenn eins og John Stockton hafa mátt þola mikið háðsglósum fyrir sínar þröngu og stuttu buxur og það bjóst enginn við að NBA-leikmennirnir myndu feta þá slóð aftur. Nú er hinsvegar nýliðinn OG Anunoby mættur í NBA-deildina og hann er ekki bara að vekja athygli fyrir frammistöðu sína inn á gólfinu. Hann var með 9 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar á 17 mínútum í sínum fyrsta leik fyrir Toronto Raptors og liðið vann þessar 17 mínútur með 26 stigum. Ekki slæmt fyrir 20 ára strák sem sést troða hér fyrir neðan eftir flotta hreyfingu.OG Anunoby spins and slams it home for his first career #NBA bucket! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/0lwStfAfiZ — NBA (@NBA) October 20, 2017 Það voru aftur á móti buxurnar hans sem stálu senunni. Eftir leikinn kepptist fólk við það að birta myndir af þröngu buxunum hans OG Anunoby á samfélagsmiðlunum.How to look like an OG. #Tights@Raptors#WeTheNorth #OGAnunbypic.twitter.com/lAKvG62dQh — Tyler Partridge (@TylerPartridge1) October 20, 2017#WeTheNorth OG's booty rivals KLOE's @william_lou@iamharshdavepic.twitter.com/YhkUgpg5OK — Quavo Tarantino (@samfolkk) October 20, 2017 OG Anunoby heitir fullu nafni Ogugua „OG" Anunoby Jr. og er af enskum og nígerískum ættum. Hann fæddist í London í júlí 1997. Hann spilar sem lítill framherji og er 203 sentímetra á hæð. Toronto Raptors tók hann númer 23 í nýliðavalinu síðasta sumar. „Mér er alveg sama þótt að hann spili í bikiní á meðan hann spilar á fullu,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Toronto Raptors um stuttu og þröngu buxurnar hans OG Anunoby. OG Anunoby er ekki bara að taka upp á þessu núna í NBA-deildinni því hann spilaði líka í þröngum stuttbuxum í Indiana-háskólanum þar sem hann lék frá 2015 til 2017.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira