Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2017 23:30 Galizia mun hafa farið til lögreglunnar fyrir um tveimur vikum vegna morðhótana sem henni höfðu borist. Vísir/AFP Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ríkistjórninni þar sem segir að hún muni leggja sig alla fram um að leysa málið. Morðið vakti mikla athygli í vikunni en Galizia var áhrifamikill rannsóknarblaðamaður sem meðal annars leiddi rannsókn Panamaskjala-rannsóknina á Möltu. Nýverið hafði Galizia sakað forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat um spillingu. Hafði hún fjallað ítarlega um aflandsfélag sem tengdist Muscat. Muscat hefur fordæmt morðið, sem framið var með bílsprengju en bíll Galizia sprakk í loft upp skammt frá heimili hennar. Galizia hélt úti og skrifaði á gífurlega vinsæla síðu. Guardian segir hana iðulega hafa fengið fleiri heimsóknir á síðu sína en sem samsvarar samanlögðum fjölda þeirra sem lesa dagblöð á Möltu. Þar segir einnig að skrif hennar hafi verið bæði embættismönnum og glæpamönnum til trafala. Sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni sem og sérfræðingar frá Hollandi aðstoða lögregluna á Möltu við rannsókn máls. Bílsprengjur og árásir í svipuðum dúr er nokkuð tíðar á Möltu. Á síðustu tíu árum hafa fimmtán slíkar árásir átt sér stað. Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00 Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ríkistjórninni þar sem segir að hún muni leggja sig alla fram um að leysa málið. Morðið vakti mikla athygli í vikunni en Galizia var áhrifamikill rannsóknarblaðamaður sem meðal annars leiddi rannsókn Panamaskjala-rannsóknina á Möltu. Nýverið hafði Galizia sakað forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat um spillingu. Hafði hún fjallað ítarlega um aflandsfélag sem tengdist Muscat. Muscat hefur fordæmt morðið, sem framið var með bílsprengju en bíll Galizia sprakk í loft upp skammt frá heimili hennar. Galizia hélt úti og skrifaði á gífurlega vinsæla síðu. Guardian segir hana iðulega hafa fengið fleiri heimsóknir á síðu sína en sem samsvarar samanlögðum fjölda þeirra sem lesa dagblöð á Möltu. Þar segir einnig að skrif hennar hafi verið bæði embættismönnum og glæpamönnum til trafala. Sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni sem og sérfræðingar frá Hollandi aðstoða lögregluna á Möltu við rannsókn máls. Bílsprengjur og árásir í svipuðum dúr er nokkuð tíðar á Möltu. Á síðustu tíu árum hafa fimmtán slíkar árásir átt sér stað.
Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00 Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01
Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00
Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43