Bandaríska efnisveitan Netflix hefur slitið öllu samstarfi við leikarann Kevin Spacey eftir ásakanir um kynferðisbrot. Kevin Spacey hefur farið með aðalhlutverkið í þáttunum House of Cards og tilkynnt var á dögunum að tökum á sjöttu þáttaröð þáttanna yrði hætt um óákveðinn tíma.
Sjá einnig: Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London
Einnig hefur verið hætt við framleiðslu kvikmyndarinnar Gore sem skartaði Spacey í aðalhlutverki. Hann var einnig framleiðandi kvikmyndarinnar. Gore var langt komin í framleiðsluferlinu en myndin hún fjallar um ævi rithöfundarins Gore Vidal.
Í tilkynningu frá Netflix segir að fyrirtækið muni ekki lengur taka þátt í framleiðslu House of Cards. Sjötta þáttaröðin átti að vera sú síðasta og í tilkynningunni kemur fram að Netflix og samstarfsaðili þeirra, MRC, vinni að því að meta framhaldið.