Segist hafa hafnað „hugsanlegu“ tilboði um manneskju ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 08:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti ber blendnar tilfinningar til tímaritsins Time. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið símtal frá tímaritinu Time þar sem honum var tjáð að hann yrði „hugsanlega“ valinn „manneskja ársins.“ Talsmenn tímaritsins hrekja hins vegar þessar yfirlýsingar forsetans. Vals Time-tímaritsins á „manneskju ársins“ er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu og þykir útnefningin mikill heiður. Trump hlaut sjálfur titilinn í fyrra og sat fyrir á forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni „forseti sundraðra Bandaríkja.“ Trump segir tímaritið nú hafa „hugsanlega“ boðið honum titilinn annað árið í röð en forsetinn greindi frá málinu á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði þó „hugsanlega“ útnefningu ekki nógu góða og því hafi hann ákveðið að hafna boðinu. „Tímaritið Time hringdi til að segja mér að ég yrði HUGSANLEGA valinn „Maður (Manneskja) ársins“ eins og í fyrra, en að ég yrði að fallast á viðtal og umfangsmikla myndatöku. Ég sagði að „hugsanlega“ væri ekki nógu gott og sat hjá. Takk samt!“ ritaði forsetinn.Time Magazine called to say that I was PROBABLY going to be named “Man (Person) of the Year,” like last year, but I would have to agree to an interview and a major photo shoot. I said probably is no good and took a pass. Thanks anyway!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 24, 2017 Tímaritið svaraði þó þessari fullyrðingu forsetans strax í gær og segir hann fara með rangt mál. Þessi háttur sé ekki hafður á við val á manneskju ársins og að Time muni enn fremur ekki ræða val sitt fyrr en á útgáfudegi, þann 6. desember næstkomandi.The President is incorrect about how we choose Person of the Year. TIME does not comment on our choice until publication, which is December 6.— TIME (@TIME) November 25, 2017 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um val Time-tímaritisins á manneskju ársins. Hann brást illa við árið 2015 þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hlaut titilinn en hann sagði hana vera að „eyðileggja Þýskaland.“ Þá hefur hann margoft hvatt tímaritið til að útnefna sjálfan sig og á móti gagnrýnt það harðlega fyrir að útnefna sig ekki.I told you @TIME Magazine would never pick me as person of the year despite being the big favorite They picked person who is ruining Germany— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2015 Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í sumar að forsíður Time-tímaritsins hangi á veggjum nokkurra golfklúbba í eigu forsetans. Trump er sjálfur á téðum myndum og fyrirsagnir gefa til kynna að hann hafi verið valinn manneskja ársins. Time-tímaritið kannast þó ekki við umræddar forsíðumyndir. Donald Trump Tengdar fréttir Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið símtal frá tímaritinu Time þar sem honum var tjáð að hann yrði „hugsanlega“ valinn „manneskja ársins.“ Talsmenn tímaritsins hrekja hins vegar þessar yfirlýsingar forsetans. Vals Time-tímaritsins á „manneskju ársins“ er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu og þykir útnefningin mikill heiður. Trump hlaut sjálfur titilinn í fyrra og sat fyrir á forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni „forseti sundraðra Bandaríkja.“ Trump segir tímaritið nú hafa „hugsanlega“ boðið honum titilinn annað árið í röð en forsetinn greindi frá málinu á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði þó „hugsanlega“ útnefningu ekki nógu góða og því hafi hann ákveðið að hafna boðinu. „Tímaritið Time hringdi til að segja mér að ég yrði HUGSANLEGA valinn „Maður (Manneskja) ársins“ eins og í fyrra, en að ég yrði að fallast á viðtal og umfangsmikla myndatöku. Ég sagði að „hugsanlega“ væri ekki nógu gott og sat hjá. Takk samt!“ ritaði forsetinn.Time Magazine called to say that I was PROBABLY going to be named “Man (Person) of the Year,” like last year, but I would have to agree to an interview and a major photo shoot. I said probably is no good and took a pass. Thanks anyway!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 24, 2017 Tímaritið svaraði þó þessari fullyrðingu forsetans strax í gær og segir hann fara með rangt mál. Þessi háttur sé ekki hafður á við val á manneskju ársins og að Time muni enn fremur ekki ræða val sitt fyrr en á útgáfudegi, þann 6. desember næstkomandi.The President is incorrect about how we choose Person of the Year. TIME does not comment on our choice until publication, which is December 6.— TIME (@TIME) November 25, 2017 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um val Time-tímaritisins á manneskju ársins. Hann brást illa við árið 2015 þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hlaut titilinn en hann sagði hana vera að „eyðileggja Þýskaland.“ Þá hefur hann margoft hvatt tímaritið til að útnefna sjálfan sig og á móti gagnrýnt það harðlega fyrir að útnefna sig ekki.I told you @TIME Magazine would never pick me as person of the year despite being the big favorite They picked person who is ruining Germany— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2015 Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í sumar að forsíður Time-tímaritsins hangi á veggjum nokkurra golfklúbba í eigu forsetans. Trump er sjálfur á téðum myndum og fyrirsagnir gefa til kynna að hann hafi verið valinn manneskja ársins. Time-tímaritið kannast þó ekki við umræddar forsíðumyndir.
Donald Trump Tengdar fréttir Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25