NBA: Miami endaði sigurgöngu Boston og OKC vann meistarana | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 08:00 Hassan Whiteside fagnar sigri Miami á Boston í nótt. Vísir/Getty Miami Heat endaði sextán leikja sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Oklahoma City Thunder vann sannfærandi sigur á meisturum Golden State Warriors og blóðgaður LeBron James leiddi Cleveland Cavaliers til sigurs. Los Angeles Clippers vann líka langþráðan sigur eftir níu töp í röð.Slóvenski Evrópumeistarinn Goran Dragic var með 27 stig og Dion Waiters bætti við 26 stigum þegar Miami Heat vann 104-98 heimasigur á Boston Celtics. Miami var næstum því búið að missa niður 18 stiga forystu í leiknum en Boston minnkaði hana niður í eitt stig. Boston hafði oft áður komið til baka í sextán leikja sigurgöngu sinni en að þessu sinni tókst endurkoman ekki. Þetta er ein lengsta sigurgangan í sögu félagsins en liðið var búið að vinna alla leikina síðan að Boston tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Þetta var því fyrsta tapið síðan 18. október. Kyrie Irving skoraði 23 stig fyrir Boston liðið, Jayson Tatum var með 18 stig og þeir Jaylen Brown og Marcus Morris skoruðu báðir 14 stig.Russell Westbrook var frábær í 108-91 sigri Oklahoma City Thunder á meisturum Golden State Warriors en hann skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. Þetta var fyrsti sigur OKC liðsins á Golden State síðan að Kevin Durant fór þangað því Warriors vann alla fjóra leiki liðanna á síðasta tímabili. Westbrook var spakur í aðdraganda leiksins og sagði að þetta væri eins og hver annar leikur en hann spilaði ekki þannig. Honum og Durant lenti meðal annars saman í þriðja leikhluta sem endaði með því að báðir fengu tæknivillu. Westbrook fékk líka hjálp frá nýju stjörnufélögunum í nótt því Carmelo Anthony var með 22 stig og Paul George skoraði 20 stig. Það var síðan púað á Kevin Durant í hvert skipti sem hann fékk boltann en hann hitti úr 8 af 17 skotum og endaði með 21 stig. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 24 stig.LeBron James fékk vænt högg í andlitið en lét það ekki stoppa sig þegar hann leiddi Cleveland Cavaliers liðið til 119-109 sigurs á Brooklyn Nets. James skoraði 23 af 33 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þar á meðal náði hann að skorað 18 stig í röð hjá Cleveland. James fékk högg í þriðja og skurð fyrir ofan vörina. Hann fór inn og lét sauma nokkur spor áður en hann kom til baka í leikinn og landaði sigrinum nánast upp á eigin spýtur. Kevin Love og Dwyane Wade voru þó báðir með 18 stig en Rondae Hollis-Jefferson skoraði mest fyrir Brooklyn eða 20 stig.Milwaukee Bucks lék án gríska fríksins Giannis Antetokounmpo og fjögurra annarra leikmanna en tókst samt að vinna. Khris Middleton skoraði 40 stig og var með 30 stig þegar Milwaukee Bucks vann 113-107 sigur á Phoenix Suns í framlengdum leik.Trevor Ariza skoraði 25 stig í 125-95 stórsigri Houston Rockets á Denver Nuggets en Chris Paul var með 23 stig og 12 stoðsendingar og James Harden var með 21 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þrátt fyrir að hvíla mikið í laufléttum sigri.Joel Embiid var með 28 stig og 12 fráköst í sannfærandi 101-81 sigri Philadelphia 76ers á Portland Trail Blazers. Philadelphia vann 21 stigs sigur á Utah í leiknum á undan og það er því óhætt að segja að þetta unga lið sé farið að líta afar vel út.Blake Griffin náði þrennu þegar Los Angeles Clippers endaði níu leikja taphrinu sína með 116-103 sigri á Atlanta Hawks. Griffin var með 28 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og Wesley Johnson bætti síðan við 24 stigum.Félagarnir Anthony Davis (29 stig og 11 fráköst) og Demarcus Cousins (24 stig og 15 fráköst) voru alltof erfiðir að eiga fyrir San Antonio Spurs þegar New Orleans Pelicans vann 17 stiga sigur á Spurs, 107-90.Harrison Barnes skoraði sigurkörfuna um leið og flautan gall í 95-94 sigri Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies en þetta var sjötta tap Memphis í röð. Barnes endaði með 22 stig en Memphis missti niður 18 stiga forskot frá því í fyrri hálfleik.Tim Hardaway Jr. skoraði 38 stig þar af tólf þeirra í 28-0 spretti í þriðja leikhlutanum þegar New York Knicks vann 108-100 heimasigur á Toronto Raptors. Kristaps Porzingis var með 22 stig og 12 fráköst.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns- Milwaukee Bucks 107-113 (105-105) Utah Jazz- Chicago Bulls 110-80 Houston Rockets- Denver Nuggets 125-95 Memphis Grizzlies- Dallas Mavericks 94-95 Minnesota Timberwolves- Orlando Magic 124-118 New Orleans Pelicans- San Antonio Spurs 107-90 Oklahoma City Thunder- Golden State Warriors 108-91 Atlanta Hawks- Los Angeles Clippers 103-116 Miami Heat- Boston Celtics 104-98 New York Knicks- Toronto Raptors 108-100 Charlotte Hornets- Washington Wizards 129-124 (114-114) Cleveland Cavaliers- Brooklyn Nets 119-109 Philadelphia 76ers- Portland Trail Blazers 101-81 NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Miami Heat endaði sextán leikja sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Oklahoma City Thunder vann sannfærandi sigur á meisturum Golden State Warriors og blóðgaður LeBron James leiddi Cleveland Cavaliers til sigurs. Los Angeles Clippers vann líka langþráðan sigur eftir níu töp í röð.Slóvenski Evrópumeistarinn Goran Dragic var með 27 stig og Dion Waiters bætti við 26 stigum þegar Miami Heat vann 104-98 heimasigur á Boston Celtics. Miami var næstum því búið að missa niður 18 stiga forystu í leiknum en Boston minnkaði hana niður í eitt stig. Boston hafði oft áður komið til baka í sextán leikja sigurgöngu sinni en að þessu sinni tókst endurkoman ekki. Þetta er ein lengsta sigurgangan í sögu félagsins en liðið var búið að vinna alla leikina síðan að Boston tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Þetta var því fyrsta tapið síðan 18. október. Kyrie Irving skoraði 23 stig fyrir Boston liðið, Jayson Tatum var með 18 stig og þeir Jaylen Brown og Marcus Morris skoruðu báðir 14 stig.Russell Westbrook var frábær í 108-91 sigri Oklahoma City Thunder á meisturum Golden State Warriors en hann skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. Þetta var fyrsti sigur OKC liðsins á Golden State síðan að Kevin Durant fór þangað því Warriors vann alla fjóra leiki liðanna á síðasta tímabili. Westbrook var spakur í aðdraganda leiksins og sagði að þetta væri eins og hver annar leikur en hann spilaði ekki þannig. Honum og Durant lenti meðal annars saman í þriðja leikhluta sem endaði með því að báðir fengu tæknivillu. Westbrook fékk líka hjálp frá nýju stjörnufélögunum í nótt því Carmelo Anthony var með 22 stig og Paul George skoraði 20 stig. Það var síðan púað á Kevin Durant í hvert skipti sem hann fékk boltann en hann hitti úr 8 af 17 skotum og endaði með 21 stig. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 24 stig.LeBron James fékk vænt högg í andlitið en lét það ekki stoppa sig þegar hann leiddi Cleveland Cavaliers liðið til 119-109 sigurs á Brooklyn Nets. James skoraði 23 af 33 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þar á meðal náði hann að skorað 18 stig í röð hjá Cleveland. James fékk högg í þriðja og skurð fyrir ofan vörina. Hann fór inn og lét sauma nokkur spor áður en hann kom til baka í leikinn og landaði sigrinum nánast upp á eigin spýtur. Kevin Love og Dwyane Wade voru þó báðir með 18 stig en Rondae Hollis-Jefferson skoraði mest fyrir Brooklyn eða 20 stig.Milwaukee Bucks lék án gríska fríksins Giannis Antetokounmpo og fjögurra annarra leikmanna en tókst samt að vinna. Khris Middleton skoraði 40 stig og var með 30 stig þegar Milwaukee Bucks vann 113-107 sigur á Phoenix Suns í framlengdum leik.Trevor Ariza skoraði 25 stig í 125-95 stórsigri Houston Rockets á Denver Nuggets en Chris Paul var með 23 stig og 12 stoðsendingar og James Harden var með 21 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þrátt fyrir að hvíla mikið í laufléttum sigri.Joel Embiid var með 28 stig og 12 fráköst í sannfærandi 101-81 sigri Philadelphia 76ers á Portland Trail Blazers. Philadelphia vann 21 stigs sigur á Utah í leiknum á undan og það er því óhætt að segja að þetta unga lið sé farið að líta afar vel út.Blake Griffin náði þrennu þegar Los Angeles Clippers endaði níu leikja taphrinu sína með 116-103 sigri á Atlanta Hawks. Griffin var með 28 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og Wesley Johnson bætti síðan við 24 stigum.Félagarnir Anthony Davis (29 stig og 11 fráköst) og Demarcus Cousins (24 stig og 15 fráköst) voru alltof erfiðir að eiga fyrir San Antonio Spurs þegar New Orleans Pelicans vann 17 stiga sigur á Spurs, 107-90.Harrison Barnes skoraði sigurkörfuna um leið og flautan gall í 95-94 sigri Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies en þetta var sjötta tap Memphis í röð. Barnes endaði með 22 stig en Memphis missti niður 18 stiga forskot frá því í fyrri hálfleik.Tim Hardaway Jr. skoraði 38 stig þar af tólf þeirra í 28-0 spretti í þriðja leikhlutanum þegar New York Knicks vann 108-100 heimasigur á Toronto Raptors. Kristaps Porzingis var með 22 stig og 12 fráköst.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns- Milwaukee Bucks 107-113 (105-105) Utah Jazz- Chicago Bulls 110-80 Houston Rockets- Denver Nuggets 125-95 Memphis Grizzlies- Dallas Mavericks 94-95 Minnesota Timberwolves- Orlando Magic 124-118 New Orleans Pelicans- San Antonio Spurs 107-90 Oklahoma City Thunder- Golden State Warriors 108-91 Atlanta Hawks- Los Angeles Clippers 103-116 Miami Heat- Boston Celtics 104-98 New York Knicks- Toronto Raptors 108-100 Charlotte Hornets- Washington Wizards 129-124 (114-114) Cleveland Cavaliers- Brooklyn Nets 119-109 Philadelphia 76ers- Portland Trail Blazers 101-81
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira