Húsið er ónýtt en í fasteignaauglýsingunni á fasteignavef Vísis kemur orðið „ónýtt“ fram 13 sinnum í tengslum við lýsingu eignarinnar.
Húsið var byggt árið 1932 og er fasteignamatið 55,5 milljónir. Brunabótamatið er aftur á móti 36,3 milljónir.
Íbúðarlánasjóður mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar.
Eftirfarandi atriði eru ónýt í eigninni: eldhús með ónýtum dúk á gólfi, ónýtur sturtuklefi, ónýtt plastparket, ónýtt teppi á gólfi, ónýtur dúkur í fatahengi, ónýtt gólf inni á klósetti, ónýtt gólfefni í öllum þremur svefnherbergjum, allir gluggar í húsinu eru ónýtir, allt gler í eigninni er ónýtt, timburvirki ónýtt, þakjárn og þak ónýtt, allar rennur ónýtar.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.



