Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Palestínumenn sjást hér bera særðan menn á brott í borginni Nablus á Vesturbakkanum. vísir/epa Að minnsta kosti 34 eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir óeirðir á Vesturbakkanum í gær. Kveikja óeirðanna var sú ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun forsetans olli vonbrigðum víða um veröld. Palestínumenn lögðu niður störf í gær og mótmæltu á götum úti. Grjótkasti og íkveikjum var svarað með táragashylkjum og gúmmíkúlum úr byssum ísraelskra hermanna. Viðbúnaður hersins var nokkur vegna málsins og var fjölgað í herliði þeirra á svæðinu um hundruð. Samkvæmt heimildum Reuters köstuðu Palestínumenn steinum yfir landamæragirðingu en fengu á móti skot úr byssum landamæravarða.Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.VÍSIR/EPA„Það er mat mitt að þessi leið þjóni best hagsmunum Bandaríkjanna og sé best til þess fallin að koma á friði milli Ísraels og Palestínu,“ sagði Trump á blaðamannafundi í fyrradag. Þar tilkynnti hann að fyrirhugað væri að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði tíðindunum. „Ég hef verið í sambandi við aðrar þjóðir og vonast til þess að þær fylgi í kjölfarið. Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendiráð muni færast til Jerúsalem,“ sagði forsætisráðherrann. Hann nefndi engin nöfn í þessu samhengi en í ísraelskum miðlum er hávær orðrómur um að Tékkland og Filippseyjar séu að íhuga slíkt. Hljóðið í Palestínumönnum var á annan veg. Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, hefur kallað eftir því að dagurinn í dag verði „ofsafenginn“ og marki upphaf „intifada“. Intifada er arabískt orð og getur verið notað í merkingunni „hrista einhvern af sér“. „Við höfum gefið öllum örmum Hamas skipun um að vera viðbúnir skipunum um að bregðast við þessari strategísku ógn,“ sagði Haniya í ávarpi. Fatah-hreyfing forsetans Mahmouds Abbas var venju samkvæmt hófstilltari í yfirlýsingum sínum. Dr. Nasser Al-Kidwa, talsmaður Fatah, sagði að hreyfingin myndi leita leiða til að mótmæla aðgerðinni með diplómatískum leiðum. Kallað hefur verið eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna sendiráðstilfærslunnar. „Við munum lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki lengur hæf til að taka þátt í friðarferlinu eða öðrum pólitískum málefnum svæðisins. Í okkar huga hafa þau tapað allri getu til þess,“ sagði Al-Kidwa. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varaði Trump við því að með þessu væri hann að kveikja í púðurtunnu. Þá hafa leiðtogar Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuríkja tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði meðal annars að tilfærslan bryti gegn þjóðarétti og samþykktum öryggisráðsins. „Ákvörðunin hefur alla burði til að senda okkur aftur til dimmari tíma en við nú þegar lifum,“ segir Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Að minnsta kosti 34 eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir óeirðir á Vesturbakkanum í gær. Kveikja óeirðanna var sú ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun forsetans olli vonbrigðum víða um veröld. Palestínumenn lögðu niður störf í gær og mótmæltu á götum úti. Grjótkasti og íkveikjum var svarað með táragashylkjum og gúmmíkúlum úr byssum ísraelskra hermanna. Viðbúnaður hersins var nokkur vegna málsins og var fjölgað í herliði þeirra á svæðinu um hundruð. Samkvæmt heimildum Reuters köstuðu Palestínumenn steinum yfir landamæragirðingu en fengu á móti skot úr byssum landamæravarða.Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.VÍSIR/EPA„Það er mat mitt að þessi leið þjóni best hagsmunum Bandaríkjanna og sé best til þess fallin að koma á friði milli Ísraels og Palestínu,“ sagði Trump á blaðamannafundi í fyrradag. Þar tilkynnti hann að fyrirhugað væri að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði tíðindunum. „Ég hef verið í sambandi við aðrar þjóðir og vonast til þess að þær fylgi í kjölfarið. Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendiráð muni færast til Jerúsalem,“ sagði forsætisráðherrann. Hann nefndi engin nöfn í þessu samhengi en í ísraelskum miðlum er hávær orðrómur um að Tékkland og Filippseyjar séu að íhuga slíkt. Hljóðið í Palestínumönnum var á annan veg. Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, hefur kallað eftir því að dagurinn í dag verði „ofsafenginn“ og marki upphaf „intifada“. Intifada er arabískt orð og getur verið notað í merkingunni „hrista einhvern af sér“. „Við höfum gefið öllum örmum Hamas skipun um að vera viðbúnir skipunum um að bregðast við þessari strategísku ógn,“ sagði Haniya í ávarpi. Fatah-hreyfing forsetans Mahmouds Abbas var venju samkvæmt hófstilltari í yfirlýsingum sínum. Dr. Nasser Al-Kidwa, talsmaður Fatah, sagði að hreyfingin myndi leita leiða til að mótmæla aðgerðinni með diplómatískum leiðum. Kallað hefur verið eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna sendiráðstilfærslunnar. „Við munum lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki lengur hæf til að taka þátt í friðarferlinu eða öðrum pólitískum málefnum svæðisins. Í okkar huga hafa þau tapað allri getu til þess,“ sagði Al-Kidwa. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varaði Trump við því að með þessu væri hann að kveikja í púðurtunnu. Þá hafa leiðtogar Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuríkja tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði meðal annars að tilfærslan bryti gegn þjóðarétti og samþykktum öryggisráðsins. „Ákvörðunin hefur alla burði til að senda okkur aftur til dimmari tíma en við nú þegar lifum,“ segir Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00
Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21
Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34