Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú lýst yfir stuðningi við dómarann Roy Moore, frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama.
Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað Moore um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum, þegar þær voru á táningsaldri en hann á fertugsaldri.
Augljóst er að Trump hefur beðið með að lýsa yfir stuðningi við Moore eftir að Washington Post birti ásakanir kvennanna sem eru frá Alabama, ríki Moore. Ein kvennanna segir Moore hafa brotið á sér þegar hún var einungis fjórtán ára.
Hinn sjötíu ára Moore hefur neitað ásökununum. Hann þykir einstaklega íhaldssamur í skoðunum og hefur starfað sem dómari við æðsta dómstól ríkisins.
Trump lýsti yfir stuðningi við Moore á Twitter-síðu sinni þar sem hann skaut á frambjóðenda Demókrata, Doug Jones. Segir Trump nauðsynlegt að tryggja sigur Moore þar sem Demókratar hafi neitað að greiða atkvæði með skattalækkunum. Lýsti Trump svo Jones sem frjálslynda strengjabrúðu Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogum Demókrata í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings.
Kosningarnar fara fram þriðjudaginn 12. desember. Sigurvegarinn mun taka sæti Jeff Sessions sem Trump skipaði dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar. Skoðanakannanir benda til að fylgi Moore sé nú í kringum þremur prósentum meira en fylgi Jones.
Democrats refusal to give even one vote for massive Tax Cuts is why we need Republican Roy Moore to win in Alabama. We need his vote on stopping crime, illegal immigration, Border Wall, Military, Pro Life, V.A., Judges 2nd Amendment and more. No to Jones, a Pelosi/Schumer Puppet!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017
Putting Pelosi/Schumer Liberal Puppet Jones into office in Alabama would hurt our great Republican Agenda of low on taxes, tough on crime, strong on military and borders...& so much more. Look at your 401-k’s since Election. Highest Stock Market EVER! Jobs are roaring back!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017