Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2017 12:16 Lögregla var með mikinn viðbúnað í Vínarborg fyrr í dag. Vísir/afp Búið er að girða af stórt svæði í kringum ráðuneytisbyggingar í Vínarborg þar sem hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum fyrr í dag. Fjölmenn mótmæli fóru þar fram þar sem þeirri staðreynd að þjóðernisflokkurinn, Frelsisflokkurinn, hafi fengið valdamikil ráðherraembætti í nýrri stjórn var mótmælt. Þjóðarflokkurinn hlaut mest fylgi í þingkosningunum í október og ákvað formaðurinn Kurz að hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar við Frelsisflokknum eftir samstarf Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins síðustu ár. Frelsisflokkurinn er með harða afstöðu í innflytjendamálum sem var helsta kosningamálið í Austurríki í haust. Þjóðarflokkurinn mun taka við ráðuneyti innanríkismála, varnarmála og utanríkismála. Þannig er Karin Kneissl nýr utanríkisráðherra, en hún er ekki skráð í flokknum þó hún sé talin nátengd honum. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, verður varakanslari, og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Norbert Hofer verður ráðherra innanríkismála. Þó að Frelsisflokkurinn hafi um margra áratuga skeið verið áhrifavaldur í austurrískum stjórnmálum er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn er í svo valdamikilli stöðu. Kurz mun sjálfur halda utan um málefni Evrópusamvinnunnar, en hann gegndi embætti utanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili. Kurz hefur lagt áherslu á að ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Austurríkis innan ESB og að ekki verði breyting á afstöðu Austurríkis þegar kemur að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Ný ríkisstjórn hyggst lækka skatta á barnafjölskyldur og tekjulága og fjölga lögreglumönnum og herða landamæraeftirlit til að fækka innflytjendum. Austurríki Tengdar fréttir Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Búið er að girða af stórt svæði í kringum ráðuneytisbyggingar í Vínarborg þar sem hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum fyrr í dag. Fjölmenn mótmæli fóru þar fram þar sem þeirri staðreynd að þjóðernisflokkurinn, Frelsisflokkurinn, hafi fengið valdamikil ráðherraembætti í nýrri stjórn var mótmælt. Þjóðarflokkurinn hlaut mest fylgi í þingkosningunum í október og ákvað formaðurinn Kurz að hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar við Frelsisflokknum eftir samstarf Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins síðustu ár. Frelsisflokkurinn er með harða afstöðu í innflytjendamálum sem var helsta kosningamálið í Austurríki í haust. Þjóðarflokkurinn mun taka við ráðuneyti innanríkismála, varnarmála og utanríkismála. Þannig er Karin Kneissl nýr utanríkisráðherra, en hún er ekki skráð í flokknum þó hún sé talin nátengd honum. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, verður varakanslari, og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Norbert Hofer verður ráðherra innanríkismála. Þó að Frelsisflokkurinn hafi um margra áratuga skeið verið áhrifavaldur í austurrískum stjórnmálum er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn er í svo valdamikilli stöðu. Kurz mun sjálfur halda utan um málefni Evrópusamvinnunnar, en hann gegndi embætti utanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili. Kurz hefur lagt áherslu á að ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Austurríkis innan ESB og að ekki verði breyting á afstöðu Austurríkis þegar kemur að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Ný ríkisstjórn hyggst lækka skatta á barnafjölskyldur og tekjulága og fjölga lögreglumönnum og herða landamæraeftirlit til að fækka innflytjendum.
Austurríki Tengdar fréttir Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16