Endurkalla þurrmjólk í 83 löndum vegna salmonellu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 07:55 Vísir/EPA Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit. BBC greinir frá. Salmonella fannst í einni verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi í desember og hafa frönsk yfirvöld staðfest 35 salmonellusmit í Frakklandi í tengslum við neysli þurrmjólkur frá Lactalis. Þá er eitt staðfest tilvik á Spáni og verið er að rannsaka hugsanleg tilvik í Grikklandi. Helstu sjúkdómseinkenni salmonellusýkingar eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Foreldrar barna sem veikst hafa eftir neyslu þurrmjólkurinnar hafa þegar hafið undirbúning að lögsókn vegna málsins en forstjóri Lactalis segir að fyrirtækið muni greiða bætur vegna málsins. Landbúnaðarráðherra Frakklands segir að allar vörur frá umræddri verksmiðju verði bannaðar þangað til botn fæst í rannsókn málsins. Ríkisstjórnin hefur einnig hótað verslunarkeðjum sektum eftir að í ljós kom að fjölmargar verslanir hafi haldið áfram að selja vörur frá fyrirtækinu sem gætu verið smitaðar, þrátt fyrir viðvaranir. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.Vísir greindi frá því á dögunum að Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga. Tengdar fréttir Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Franski mjólkuvöruframleiðandinn Lactalis hefur látið innkalla yfir tólf milljón kassa af þurrmjólk fyrir börn í 83 löndum vegna gruns um salmonellusmit. BBC greinir frá. Salmonella fannst í einni verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi í desember og hafa frönsk yfirvöld staðfest 35 salmonellusmit í Frakklandi í tengslum við neysli þurrmjólkur frá Lactalis. Þá er eitt staðfest tilvik á Spáni og verið er að rannsaka hugsanleg tilvik í Grikklandi. Helstu sjúkdómseinkenni salmonellusýkingar eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Foreldrar barna sem veikst hafa eftir neyslu þurrmjólkurinnar hafa þegar hafið undirbúning að lögsókn vegna málsins en forstjóri Lactalis segir að fyrirtækið muni greiða bætur vegna málsins. Landbúnaðarráðherra Frakklands segir að allar vörur frá umræddri verksmiðju verði bannaðar þangað til botn fæst í rannsókn málsins. Ríkisstjórnin hefur einnig hótað verslunarkeðjum sektum eftir að í ljós kom að fjölmargar verslanir hafi haldið áfram að selja vörur frá fyrirtækinu sem gætu verið smitaðar, þrátt fyrir viðvaranir. Lactalis er eitt allra stærsta mjólkurfyrirtæki í heiminum. Vörur þess eru fáanlegar í 85 löndum og starfa um 75 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Ætlað er að árleg velta Lactalis nemi rúmlega 2000 milljörðum íslenskra króna.Vísir greindi frá því á dögunum að Lactalis hafi ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga.
Tengdar fréttir Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24