Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 11:51 Greitens er sagður hafa boðið hárgreiðslukonu sinni heim til sín árið 2015. Hann hafi síðan tekið nektarmyndir af henni eftir að hann batt hana niður og batt fyrir augu hennar. Vísir/AFP Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann hafi hótað fyrrverandi hjákonu sinni því að birta nektarmyndir af henni af hún greindi frá sambandi þeirra. Hann viðurkennir að hafa haldið fram hjá konu sinni en neitar því að hafa kúgað hjákonuna. Staðarsjónvarpsstöð greindi fyrst frá ásökununum en þær byggjast á upptöku sem fyrrverandi eiginmaður hjákonu Greitens gerði. Á henni heyrist hjákonan lýsa því hvernig Greitens hefði bundið hana á höndum og fyrir augu með hennar vilja. Hann hefði hins vegar síðan tekið myndir af henni og hótað að birta þær ef hún segði einhverjum frá sambandi þeirra. Greitens og eiginkona hans sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau viðurkenndu að ríkisstjórinn hefði gerst sekur um framhjáhald „fyrir nokkrum árum“. Þau minntust hins vegar ekkert á ásakanir um að Greitens hefði kúgað hjákonuna með nektarmyndum. Lögmaður ríkisstjórans hafnaði þeim áskökunum hins vegar algerlega í annarri yfirlýsingu sem hann gaf út í kjölfarið. Þær ásakanir væru lygar. Washington Post lýsir Greitens sem vonarstjörnu Repúblikanaflokksins. Hann er aðeins 44 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri árið 2016. Í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á ímynd sína sem fjölskyldumanns. Framhjáhaldið átti sér stað árið 2015 en konan var hárgreiðslukonan hans. Hjákonan sjálf hefur ekki verið nafngreind og hefur ekki vilja veita fjölmiðlum viðtal. Því höfðu staðarblöð sem vissu af ásökununum ekki greint frá þeim. Eftir yfirlýsingu ríkisstjórans sögðu þau hins vegar frá málinu. Bandaríkin MeToo Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann hafi hótað fyrrverandi hjákonu sinni því að birta nektarmyndir af henni af hún greindi frá sambandi þeirra. Hann viðurkennir að hafa haldið fram hjá konu sinni en neitar því að hafa kúgað hjákonuna. Staðarsjónvarpsstöð greindi fyrst frá ásökununum en þær byggjast á upptöku sem fyrrverandi eiginmaður hjákonu Greitens gerði. Á henni heyrist hjákonan lýsa því hvernig Greitens hefði bundið hana á höndum og fyrir augu með hennar vilja. Hann hefði hins vegar síðan tekið myndir af henni og hótað að birta þær ef hún segði einhverjum frá sambandi þeirra. Greitens og eiginkona hans sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau viðurkenndu að ríkisstjórinn hefði gerst sekur um framhjáhald „fyrir nokkrum árum“. Þau minntust hins vegar ekkert á ásakanir um að Greitens hefði kúgað hjákonuna með nektarmyndum. Lögmaður ríkisstjórans hafnaði þeim áskökunum hins vegar algerlega í annarri yfirlýsingu sem hann gaf út í kjölfarið. Þær ásakanir væru lygar. Washington Post lýsir Greitens sem vonarstjörnu Repúblikanaflokksins. Hann er aðeins 44 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri árið 2016. Í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á ímynd sína sem fjölskyldumanns. Framhjáhaldið átti sér stað árið 2015 en konan var hárgreiðslukonan hans. Hjákonan sjálf hefur ekki verið nafngreind og hefur ekki vilja veita fjölmiðlum viðtal. Því höfðu staðarblöð sem vissu af ásökununum ekki greint frá þeim. Eftir yfirlýsingu ríkisstjórans sögðu þau hins vegar frá málinu.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira