Arnór liggur særður undir feldi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2018 14:00 Arnór í leik með landsliðinu. vísir/getty Reynsluboltinn Arnór Atlason hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna. Hann er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin á EM í Króatíu. Það var ekki bara að liðinu gengi illa heldur fékk Arnór lítið sem ekkert að spila. Hann lék í tæpar fimm mínútur eða næstminnsta allra leikmanna liðsins. Aðeins nýliðinn Ýmir Örn Gíslason lék minna. Arnór lék 46 sekúndum meira en Ýmir. „Þetta var leiðinlegt í alla staði. Þetta var alveg ömurlegt. Ég ætla ekki að gefa neitt út núna. Aðeins að melta þetta allt saman fyrst,“ segir Arnór sem fór beint heim til Danmerkur eftir mótið. „Þetta mót var ekki eins og mig hafði dreymt um. Ég átti ekki skot í mótinu og náði ekki einu sinni að hugsa um að skjóta á markið á þeim tíma sem ég var inn á vellinum.“ Þessi reynslumikli kappi er nú ekki þekktur fyrir að ana að hlutunum og hann ætlar að skoða sín framtíðarmál í rólegheitunum. „Ég ætla bara að melta þetta áfram og sjá hvað gerist. Ég vil ekki taka neina ákvörðun þegar allt er ferskt. Það borgar sig ekki að taka neina fljótfærna ákvörðun. Við þurfum að leyfa þessu blessaða móti að klárast að minnsta kosti en maður losnar ekki við það. Þetta er í sjónvarpinu allan daginn þar sem Danirnir tala endalaust um hvað þeir séu frábærir,“ segir Arnór léttur. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska meistaraliðið Álaborg og mun nú einbeita sér að því að verja titilinn með félaginu. EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Reynsluboltinn Arnór Atlason hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna. Hann er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin á EM í Króatíu. Það var ekki bara að liðinu gengi illa heldur fékk Arnór lítið sem ekkert að spila. Hann lék í tæpar fimm mínútur eða næstminnsta allra leikmanna liðsins. Aðeins nýliðinn Ýmir Örn Gíslason lék minna. Arnór lék 46 sekúndum meira en Ýmir. „Þetta var leiðinlegt í alla staði. Þetta var alveg ömurlegt. Ég ætla ekki að gefa neitt út núna. Aðeins að melta þetta allt saman fyrst,“ segir Arnór sem fór beint heim til Danmerkur eftir mótið. „Þetta mót var ekki eins og mig hafði dreymt um. Ég átti ekki skot í mótinu og náði ekki einu sinni að hugsa um að skjóta á markið á þeim tíma sem ég var inn á vellinum.“ Þessi reynslumikli kappi er nú ekki þekktur fyrir að ana að hlutunum og hann ætlar að skoða sín framtíðarmál í rólegheitunum. „Ég ætla bara að melta þetta áfram og sjá hvað gerist. Ég vil ekki taka neina ákvörðun þegar allt er ferskt. Það borgar sig ekki að taka neina fljótfærna ákvörðun. Við þurfum að leyfa þessu blessaða móti að klárast að minnsta kosti en maður losnar ekki við það. Þetta er í sjónvarpinu allan daginn þar sem Danirnir tala endalaust um hvað þeir séu frábærir,“ segir Arnór léttur. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska meistaraliðið Álaborg og mun nú einbeita sér að því að verja titilinn með félaginu.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira