Öll 30 félögin í NBA nú meira en hundrað milljarða virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 12:00 LeBron James. Vísir/Getty Það er gott að eiga NBA-lið í dag. Ný úttekt frá Forbes segir að öll 30 félögin í deildinni séu nú virði eins milljarðs dollara eða meira. NBA-deildin hefur öðlast meiri vinsældir utan Bandaríkjanna á síðustu árum, ekki síst í Kína og þá hefur deildin gert mjög hagstæða sjónvarpssamninga.According to Forbes, for the first time in history all 30 NBA teams are worth at least $1bn (£719m). Full story https://t.co/Sj11i5JGJ2pic.twitter.com/y70QyoyhrW — BBC Sport (@BBCSport) February 8, 2018 Meðalfélagið í NBA er nú virði 1,65 milljarða dollara eða 168 milljarða íslenskra króna. Þetta er 22 prósent hækkun á aðeins tólf mánuðum. New York Knicks er verðmætasta félagið metið á 3,6 milljarða dollara en næstu félög eru Los Angeles Lakers (3,3 millharðar dollara) og Golden State Warriors (3,1). Chicago Bulls (2,6) er nú komið niður í fjórða sætið. New York Knicks hefur náð inn meiri tekjum eftir að félagið tók Madison Square Garden í gegn. Félagið er nú sjötta verðmætasta íþróttafélag heims á eftir fótboltafélögunum Real Madrid, Barcelona og Manchester United, hafnarboltaliðinu New York Yankees og NFL-liðinu Dallas Cowboys.JUST IN: @Forbes new NBA valuations 1. Knicks, $3.6 Billion 2. Lakers, $3.3 Billion 3. Warriors, $3.1 Billion 4. Bulls, $2.6 Billion 5. Celtics, $2.5 Billion 6. Nets, $2.3 Billion 7. Rockets, $2.2 Billion 8. Clippers, $2.15 Billion — Darren Rovell (@darrenrovell) February 7, 2018 Cleveland Cavaliers er í 15. sæti listans metið á 1,3 milljarða dollara en félagið tapaði pening á síðasta ári og munar þar mestu um mikinn launakostnað leikmanna. Philadelphia 76ers hefur hækkað virði sitt mest á milli ára eða um 48 prósent að mati Forbes. Með liðinu spila nú nokkrir af mest spennandi ungu leikmönnum deildarinnar og framtíð félagsins ætti að vera björt. Neðst á listanum er hinsvegar New Orleans Pelicans sem er metið á nákvæmlega einn milljarð dollara eða 102 milljarða íslenskra króna. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Það er gott að eiga NBA-lið í dag. Ný úttekt frá Forbes segir að öll 30 félögin í deildinni séu nú virði eins milljarðs dollara eða meira. NBA-deildin hefur öðlast meiri vinsældir utan Bandaríkjanna á síðustu árum, ekki síst í Kína og þá hefur deildin gert mjög hagstæða sjónvarpssamninga.According to Forbes, for the first time in history all 30 NBA teams are worth at least $1bn (£719m). Full story https://t.co/Sj11i5JGJ2pic.twitter.com/y70QyoyhrW — BBC Sport (@BBCSport) February 8, 2018 Meðalfélagið í NBA er nú virði 1,65 milljarða dollara eða 168 milljarða íslenskra króna. Þetta er 22 prósent hækkun á aðeins tólf mánuðum. New York Knicks er verðmætasta félagið metið á 3,6 milljarða dollara en næstu félög eru Los Angeles Lakers (3,3 millharðar dollara) og Golden State Warriors (3,1). Chicago Bulls (2,6) er nú komið niður í fjórða sætið. New York Knicks hefur náð inn meiri tekjum eftir að félagið tók Madison Square Garden í gegn. Félagið er nú sjötta verðmætasta íþróttafélag heims á eftir fótboltafélögunum Real Madrid, Barcelona og Manchester United, hafnarboltaliðinu New York Yankees og NFL-liðinu Dallas Cowboys.JUST IN: @Forbes new NBA valuations 1. Knicks, $3.6 Billion 2. Lakers, $3.3 Billion 3. Warriors, $3.1 Billion 4. Bulls, $2.6 Billion 5. Celtics, $2.5 Billion 6. Nets, $2.3 Billion 7. Rockets, $2.2 Billion 8. Clippers, $2.15 Billion — Darren Rovell (@darrenrovell) February 7, 2018 Cleveland Cavaliers er í 15. sæti listans metið á 1,3 milljarða dollara en félagið tapaði pening á síðasta ári og munar þar mestu um mikinn launakostnað leikmanna. Philadelphia 76ers hefur hækkað virði sitt mest á milli ára eða um 48 prósent að mati Forbes. Með liðinu spila nú nokkrir af mest spennandi ungu leikmönnum deildarinnar og framtíð félagsins ætti að vera björt. Neðst á listanum er hinsvegar New Orleans Pelicans sem er metið á nákvæmlega einn milljarð dollara eða 102 milljarða íslenskra króna.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira