Skotgrafarhernaður í Reykjavík Arnór Bragi Elvarsson skrifar 6. febrúar 2018 13:00 Þann 1. febrúar birtist á Vísi pistill eftir formann ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem ég mátti til með að svara. Pistillinn nefnist „Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík“ þar sem höfundur virðist gera gys að umferðarslysi sem oddviti sjálfstæðismanna lenti í fyrir 12 árum síðan:„Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum.“ Að mínu mati er þetta merkileg byrjun á kosningabaráttu Samfylkingarinnar í borginni og hlýtur að telja kjósendum trú um að búast megi við hreinskiptum stjórnmálum í borginni. Batnandi mönnum er best að lifa, og þess vegna skal ég líka leyfa höfundi að njóta vafans um að þetta hafi mögulega ekki verið meining hans. Höfundur skrifar um stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í Reykjavík og meintan árangur í þeim efnum. Höfundur lofsamar verk núverandi meirihluta í Borginni með gífuryrðum og af fögnuði:„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. “ Umrædd uppbygging og fyrirætluð byggð kemur of seint, og ekki eins og lofað var. Fyrir tveimur árum lofaði Borgarstjóri að byggja þúsund íbúðir fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Ég þori að fullyrða að meginþorri ungs fólks hefur ekki ráð á að kaupa sér þriggja herbergja íbúð í Efstaleiti á tæpar 60 milljónir. Meirihlutinn hefur brugðist ungum kjósendum með innantómum loforðum, sem er fast í foreldrahúsum og á í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Höfundur greinir það þó ágætlega að minnihlutinn hafi átt í erfiðleikum með að gagnrýna stefnu meirihlutans í samgöngumálum á síðastliðnu kjörtímabili. Sjálfum þætti mér erfitt að gagnrýna stefnu sem virðist hálfkláruð. Af hverju hefur þjónusta Strætó ekki verið bætt þar til nú? Af hverju hefur meirihlutinn frestað því að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf vega, þvert á ráðleggingar sérfræðinga? Af hverju safnar meirihlutinn skuldum í borginni í miðju góðæri? Hvernig á Borgin að fjármagna skipulagsverkefni eins og Borgarlínu á raunhæfan hátt á meðan skólakerfið er fjársvelt? Hvernig ætlar meirihlutinn að stuðla að atvinnufrelsi ungra foreldra á meðan ekki fást leikskólapláss? Kjósendur krefjast svara við þessum spurningum og fleirum. En á sama tíma hefst kosningabaráttan á því að stjórnmálamenn leggi hvor öðrum orð í munn og hreyta í hvorn annan af virðingarleysi í stað þess að beina kröftum sínum að kjarna málsins: lífskjörum borgarbúa. Hernámi í Reykjavík lauk 1945, hvernig væri að segja skilið við skotgrafarhernað 2018?Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og áhugamaður um hreinskipt stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. febrúar birtist á Vísi pistill eftir formann ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem ég mátti til með að svara. Pistillinn nefnist „Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík“ þar sem höfundur virðist gera gys að umferðarslysi sem oddviti sjálfstæðismanna lenti í fyrir 12 árum síðan:„Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum.“ Að mínu mati er þetta merkileg byrjun á kosningabaráttu Samfylkingarinnar í borginni og hlýtur að telja kjósendum trú um að búast megi við hreinskiptum stjórnmálum í borginni. Batnandi mönnum er best að lifa, og þess vegna skal ég líka leyfa höfundi að njóta vafans um að þetta hafi mögulega ekki verið meining hans. Höfundur skrifar um stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í Reykjavík og meintan árangur í þeim efnum. Höfundur lofsamar verk núverandi meirihluta í Borginni með gífuryrðum og af fögnuði:„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. “ Umrædd uppbygging og fyrirætluð byggð kemur of seint, og ekki eins og lofað var. Fyrir tveimur árum lofaði Borgarstjóri að byggja þúsund íbúðir fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Ég þori að fullyrða að meginþorri ungs fólks hefur ekki ráð á að kaupa sér þriggja herbergja íbúð í Efstaleiti á tæpar 60 milljónir. Meirihlutinn hefur brugðist ungum kjósendum með innantómum loforðum, sem er fast í foreldrahúsum og á í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Höfundur greinir það þó ágætlega að minnihlutinn hafi átt í erfiðleikum með að gagnrýna stefnu meirihlutans í samgöngumálum á síðastliðnu kjörtímabili. Sjálfum þætti mér erfitt að gagnrýna stefnu sem virðist hálfkláruð. Af hverju hefur þjónusta Strætó ekki verið bætt þar til nú? Af hverju hefur meirihlutinn frestað því að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf vega, þvert á ráðleggingar sérfræðinga? Af hverju safnar meirihlutinn skuldum í borginni í miðju góðæri? Hvernig á Borgin að fjármagna skipulagsverkefni eins og Borgarlínu á raunhæfan hátt á meðan skólakerfið er fjársvelt? Hvernig ætlar meirihlutinn að stuðla að atvinnufrelsi ungra foreldra á meðan ekki fást leikskólapláss? Kjósendur krefjast svara við þessum spurningum og fleirum. En á sama tíma hefst kosningabaráttan á því að stjórnmálamenn leggi hvor öðrum orð í munn og hreyta í hvorn annan af virðingarleysi í stað þess að beina kröftum sínum að kjarna málsins: lífskjörum borgarbúa. Hernámi í Reykjavík lauk 1945, hvernig væri að segja skilið við skotgrafarhernað 2018?Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og áhugamaður um hreinskipt stjórnmál.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun