Boston vann á flautukörfu í nótt: „Vildum klára leikinn svo við gætum farið að horfa á Super Bowl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 07:30 Al Horford fagnar sigurkörfunni með félögum sínum í Boston Celtics. Vísir/Getty NBA-leikirnir í körfunni kláruðust snemma í nótt enda var öll bandaríska þjóðin að fara að horfa á Super Bowl. Boston Celtics vann þá sinn fjórða sigur í röð þökk sé flautukörfu frá miðherjanum sínum. Atlanta Hawks snéri nær töpuðum leik í sigur á móti New York Knicks í Madison Square Garden, Giannis Antetokounmpo meiddist en liðsfélagar hans í Milwaukee Bucks kláruðu samt dæmið á móti Brooklyn Nets og þá vann hið unga lið Los Angeles Lakers einn athyglisverðasta sigur sinn í vetur.Al Horford var hetja Boston-liðsins í TD Garden í Boston því hann tryggði liðinu 97-96 sigur á Portland Trail Blazers með flautukörfu. Boston fólkið gat því drifið sig heim til að sjá annað lið frá Boston, New England Patriots, spila í Super Bowl. „Við vildum klára leikinn svo við gætum farið að horfa á SuperBowl,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics, en var þá þegar búinn að setja upp New England Patriots húfu. „Al hlýtur að líða svolítið eins og Tom Brady í dag,“ bætti Stevens við brosandi. Al Horford var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Sigurkörfuna skoraði hann með skoti af frekar löngu færi fallandi frá körfunni. Það var enginn Kyrie Irving í liði Boston til að klára þetta í lokin en bakvörðurinn missti af sínum þriðja leik í röð. Jayson Tatum var með 17 stig og Jaylen Brown skoraði 16 stig. C.J. McCollum skoraði mest fyrir Portland eða 22 stig og Damian Lillard var með 21 stig en hitti aðeins úr 6 af 10 skotum. Lillard skoraði samt átta síðustu stig Portland þar á meðal þriggja stiga körfu 7,2 sekúndum fyrir leikslok sem hefði verið sigurkarfa ef ekki hefði komið til hetjudáða Al Horford.Það var sameinað átak hjá byrjunarliðsmönnum Los Angeles Lakers í 108-104 útisigri á Oklahoma City Thunder. Allir skoruðu þeir á bilinu 13 stig til 20 stig og tóku á bilinu 5 til 11 fráköst. Miðherjinn Brook Lopez var stigahæstur með 20 stig, Julius Randle skoraði 19 stig, Brandon Ingram var með 16 stig og Josh Hart skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Síðasti byrjunarliðsmaðurinn var Kentavious Caldwell-Pope sem skoraði 13 stig. Jordan Clarkson kom síðan með 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Brandon Ingram svo gott sem kláraði leikinn með því að verja þriggja stiga skottilraun frá Carmelo Anthony og gefa síðan stoðsendingu fyrir hraðaupphlaupskörfu hjá Julius Randle í beinu framhaldi. Lakers komst þá tíu stigum yfir, 107-97, þegar 68 sekúndur voru eftir. Thunder klóraði aðeins í bakkann en leikurinn var tapaður. Russell Westbrook var með 36 stig og 9 stoðsendingar fryir OKC og Paul George skoraði 26 stig. Carmelo Anthony var með 10 stig og 13 fráköst en klikkaði á 10 af 13 skotum sínum og gaf ekki eina stoðsendingu á 34 mínútum.New York Knicks missti frá sér nánast unninn leik á heimavelli á móti Atlanta Hawks. Atlanta vann leikinn 99-96 en New York var fjórum stigum yfir þegar aðeins 67 sekúndur voru eftir af leiknum. Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 6,7 sekúndum fyrir leikslok en hann var atkvæðamestur hjá Atlanta-liðinu með 19 stig. „Ég trúi því bara ekki að við höfum tapað þessum leik. Þetta var hundrað prósent okkar leikur,“ sagði Kristaps Porzingis og bætti við: „Við erum ekki enn komnir saman sem eitt lið. Við höldum áfram að tapa svona leikjum,“ sagði Porzingis pirraður en hann var stigahæstur á vellinum með 22 stig.Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en það kom ekki að sök í 109-94 sigri Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði með 16 stig og 8 fráköst en þeir Eric Bledsoe (28 stig og 6 stoðsendingar) og John Henson (19 stig og 18 fráköst) áttu báðir mjög góðan leik.Úrslitin úr öllum NBA-leikjunum í nótt: Phoenix Suns - Charlotte Hornets 110-115 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 104-108 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 97-96 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-109 New York Knicks - Atlanta Hawks 96-99 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 101-86 NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira
NBA-leikirnir í körfunni kláruðust snemma í nótt enda var öll bandaríska þjóðin að fara að horfa á Super Bowl. Boston Celtics vann þá sinn fjórða sigur í röð þökk sé flautukörfu frá miðherjanum sínum. Atlanta Hawks snéri nær töpuðum leik í sigur á móti New York Knicks í Madison Square Garden, Giannis Antetokounmpo meiddist en liðsfélagar hans í Milwaukee Bucks kláruðu samt dæmið á móti Brooklyn Nets og þá vann hið unga lið Los Angeles Lakers einn athyglisverðasta sigur sinn í vetur.Al Horford var hetja Boston-liðsins í TD Garden í Boston því hann tryggði liðinu 97-96 sigur á Portland Trail Blazers með flautukörfu. Boston fólkið gat því drifið sig heim til að sjá annað lið frá Boston, New England Patriots, spila í Super Bowl. „Við vildum klára leikinn svo við gætum farið að horfa á SuperBowl,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics, en var þá þegar búinn að setja upp New England Patriots húfu. „Al hlýtur að líða svolítið eins og Tom Brady í dag,“ bætti Stevens við brosandi. Al Horford var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Sigurkörfuna skoraði hann með skoti af frekar löngu færi fallandi frá körfunni. Það var enginn Kyrie Irving í liði Boston til að klára þetta í lokin en bakvörðurinn missti af sínum þriðja leik í röð. Jayson Tatum var með 17 stig og Jaylen Brown skoraði 16 stig. C.J. McCollum skoraði mest fyrir Portland eða 22 stig og Damian Lillard var með 21 stig en hitti aðeins úr 6 af 10 skotum. Lillard skoraði samt átta síðustu stig Portland þar á meðal þriggja stiga körfu 7,2 sekúndum fyrir leikslok sem hefði verið sigurkarfa ef ekki hefði komið til hetjudáða Al Horford.Það var sameinað átak hjá byrjunarliðsmönnum Los Angeles Lakers í 108-104 útisigri á Oklahoma City Thunder. Allir skoruðu þeir á bilinu 13 stig til 20 stig og tóku á bilinu 5 til 11 fráköst. Miðherjinn Brook Lopez var stigahæstur með 20 stig, Julius Randle skoraði 19 stig, Brandon Ingram var með 16 stig og Josh Hart skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Síðasti byrjunarliðsmaðurinn var Kentavious Caldwell-Pope sem skoraði 13 stig. Jordan Clarkson kom síðan með 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Brandon Ingram svo gott sem kláraði leikinn með því að verja þriggja stiga skottilraun frá Carmelo Anthony og gefa síðan stoðsendingu fyrir hraðaupphlaupskörfu hjá Julius Randle í beinu framhaldi. Lakers komst þá tíu stigum yfir, 107-97, þegar 68 sekúndur voru eftir. Thunder klóraði aðeins í bakkann en leikurinn var tapaður. Russell Westbrook var með 36 stig og 9 stoðsendingar fryir OKC og Paul George skoraði 26 stig. Carmelo Anthony var með 10 stig og 13 fráköst en klikkaði á 10 af 13 skotum sínum og gaf ekki eina stoðsendingu á 34 mínútum.New York Knicks missti frá sér nánast unninn leik á heimavelli á móti Atlanta Hawks. Atlanta vann leikinn 99-96 en New York var fjórum stigum yfir þegar aðeins 67 sekúndur voru eftir af leiknum. Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 6,7 sekúndum fyrir leikslok en hann var atkvæðamestur hjá Atlanta-liðinu með 19 stig. „Ég trúi því bara ekki að við höfum tapað þessum leik. Þetta var hundrað prósent okkar leikur,“ sagði Kristaps Porzingis og bætti við: „Við erum ekki enn komnir saman sem eitt lið. Við höldum áfram að tapa svona leikjum,“ sagði Porzingis pirraður en hann var stigahæstur á vellinum með 22 stig.Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en það kom ekki að sök í 109-94 sigri Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði með 16 stig og 8 fráköst en þeir Eric Bledsoe (28 stig og 6 stoðsendingar) og John Henson (19 stig og 18 fráköst) áttu báðir mjög góðan leik.Úrslitin úr öllum NBA-leikjunum í nótt: Phoenix Suns - Charlotte Hornets 110-115 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 104-108 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 97-96 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-109 New York Knicks - Atlanta Hawks 96-99 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 101-86
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira