Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Aðgerðum lögreglunnar í Mjanmar hefur verið mótmælt. Nordicphotos/AFP Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. Þeir Lone og Oo hafa verið í fangelsi í Mjanmar frá því þeir voru handteknir þann 12. desember, grunaðir um að hafa brotið upplýsingalög ríkisins þegar þeir leituðu að upplýsingum um þjóðernishreinsanir ríkisstjórnarinnar á Róhingjum í Rakhine-héraði. „Við köllum eftir því að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi og að ákærurnar á hendur þeim verði felldar niður. Alvarleg aðför ríkisstjórnar Mjanmar að tjáningarfrelsinu er okkur mikið áhyggjuefni,“ sagði Rupert Colville, talsmaður stofnunarinnar, á blaðamannafundi í Genf í gær. Beiðni þeirra Oo og Lone um lausn gegn tryggingu var hafnað á fimmtudaginn. Ye Lwin dómari sagði að brotið sem um ræðir væri þess eðlis að lausn gegn tryggingu væri ekki í boði. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Þeir hafa nú verið í fangelsi í fimmtíu daga. Þeir ættu að fá að vera með fjölskyldum sínum á meðan réttarhöldin standa yfir.“ Than Zaw Aung, lögmaður blaðamannanna, sagði eftir höfnun dómara að upplýsingarnar sem málið snerist um hefðu nú þegar verið aðgengilegar almenningi. Lögreglumaður hafi greint frá því er hann bar vitni að þær hefðu þá þegar birst í dagblöðum. Alls hefur meira en hálf milljón fólks af þjóðflokki Róhingja flúið heimkynni sín í Rakhine-héraði og haldið til Bangladess eftir að ofbeldi braust þar út í ágúst í fyrra. Þáverandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að um þjóðernishreinsanir væri að ræða og síðar sagði hann möguleika á að framið væri þjóðarmorð á Róhingjum. Sagðist hann hafa heyrt sögur af því að Róhingjar væru skotnir til bana án dóms og laga og að bæir þeirra væru brenndir. Nú stendur til að flytja flóttamennina heim aftur og á þeim flutningum að vera lokið árið 2019. Óháð félagasamtök hafa lýst áhyggjum af flutningunum og telja óvíst að Róhingjum verði vel tekið. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. Þeir Lone og Oo hafa verið í fangelsi í Mjanmar frá því þeir voru handteknir þann 12. desember, grunaðir um að hafa brotið upplýsingalög ríkisins þegar þeir leituðu að upplýsingum um þjóðernishreinsanir ríkisstjórnarinnar á Róhingjum í Rakhine-héraði. „Við köllum eftir því að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi og að ákærurnar á hendur þeim verði felldar niður. Alvarleg aðför ríkisstjórnar Mjanmar að tjáningarfrelsinu er okkur mikið áhyggjuefni,“ sagði Rupert Colville, talsmaður stofnunarinnar, á blaðamannafundi í Genf í gær. Beiðni þeirra Oo og Lone um lausn gegn tryggingu var hafnað á fimmtudaginn. Ye Lwin dómari sagði að brotið sem um ræðir væri þess eðlis að lausn gegn tryggingu væri ekki í boði. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Þeir hafa nú verið í fangelsi í fimmtíu daga. Þeir ættu að fá að vera með fjölskyldum sínum á meðan réttarhöldin standa yfir.“ Than Zaw Aung, lögmaður blaðamannanna, sagði eftir höfnun dómara að upplýsingarnar sem málið snerist um hefðu nú þegar verið aðgengilegar almenningi. Lögreglumaður hafi greint frá því er hann bar vitni að þær hefðu þá þegar birst í dagblöðum. Alls hefur meira en hálf milljón fólks af þjóðflokki Róhingja flúið heimkynni sín í Rakhine-héraði og haldið til Bangladess eftir að ofbeldi braust þar út í ágúst í fyrra. Þáverandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að um þjóðernishreinsanir væri að ræða og síðar sagði hann möguleika á að framið væri þjóðarmorð á Róhingjum. Sagðist hann hafa heyrt sögur af því að Róhingjar væru skotnir til bana án dóms og laga og að bæir þeirra væru brenndir. Nú stendur til að flytja flóttamennina heim aftur og á þeim flutningum að vera lokið árið 2019. Óháð félagasamtök hafa lýst áhyggjum af flutningunum og telja óvíst að Róhingjum verði vel tekið.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira