Þá var haldið UFC-kvöld í Austin í Texas. Diaz var mættur þangað til þess að fylgjast með. Eins og gengur milli bardaga þá er verið að sýna fræga fólkið í salnum.
Er vélin kom á Diaz þá gerði hann sér lítið fyrir og reif upp jónu sem hann var með. Í kjölfarið kom kveikjarinn. Útsendingarstjóri Fox náði að skipta af Diaz áður en hann kveikti sér í jónunni í beinni og opinni sjónvarpsútsendingu.
*nate diaz is on camera for one second*
*throws joint in his mouth* pic.twitter.com/iXwr5I81Jt
— Robbie Fox (@RobbieBarstool) February 19, 2018
Diaz barðist í tvígang við Conor McGregor. Báðir bardagar voru frábærir. Diaz vann fyrri bardagann en Conor þann seinni. Sá bardagi fór fram í ágúst árið 2016 og Diaz hefur ekki barist síðar.