Líklegt að sameinað fyrirtæki losi um eignir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2018 06:00 Finnur Árnason er forstjóri Haga. Vísir/Eyþór Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur að verði af sameiningu Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV þurfi hið nýja fyrirtæki mögulega að sæta skilyrðum um að losa sig við eignir. Hagar drógu í gær samrunatilkynningu vegna fyrirhugaðrar sameiningar fyrirtækjanna þriggja til baka, en mun senda inn nýja samrunatilkynningu innan skamms. „Mig grunar að Hagar hafi séð af viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins að skilyrði samrunans yrðu umfangsmikil og þung í utanumhaldi. Í stað þess að fara í samningaviðræður um þetta þá hafi þeir talið vænlegra að endurhanna samrunann og hafa hann ekki jafn yfirgripsmikinn,“ segir Eggert B. Ólafsson, lögmaður og sérfræðingur á sviði samkeppnisréttar. Mögulega þurfi Olís og N1 að skipta upp Olíudreifingu. Eggert segir að skoða þurfi þennan fyrrnefnda samruna í samhengi við annan samruna sem stendur fyrir dyrum. Það er samruni olíufélagsins N1 og Festar, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. Þar sé strúktúrinn sá sami og komi til með að hafa áhrif á markaðsstöðuna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirhugaðan samruna N1 og Festar þó ekki hafa spilað inn í ákvörðunina um að draga samrunatilkynninguna til baka. „Við teljum okkur geta boðið heildstæð skilyrði sem séu til þess fallin að leysa málið. Því er þessi leið farin.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00 Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur að verði af sameiningu Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV þurfi hið nýja fyrirtæki mögulega að sæta skilyrðum um að losa sig við eignir. Hagar drógu í gær samrunatilkynningu vegna fyrirhugaðrar sameiningar fyrirtækjanna þriggja til baka, en mun senda inn nýja samrunatilkynningu innan skamms. „Mig grunar að Hagar hafi séð af viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins að skilyrði samrunans yrðu umfangsmikil og þung í utanumhaldi. Í stað þess að fara í samningaviðræður um þetta þá hafi þeir talið vænlegra að endurhanna samrunann og hafa hann ekki jafn yfirgripsmikinn,“ segir Eggert B. Ólafsson, lögmaður og sérfræðingur á sviði samkeppnisréttar. Mögulega þurfi Olís og N1 að skipta upp Olíudreifingu. Eggert segir að skoða þurfi þennan fyrrnefnda samruna í samhengi við annan samruna sem stendur fyrir dyrum. Það er samruni olíufélagsins N1 og Festar, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. Þar sé strúktúrinn sá sami og komi til með að hafa áhrif á markaðsstöðuna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirhugaðan samruna N1 og Festar þó ekki hafa spilað inn í ákvörðunina um að draga samrunatilkynninguna til baka. „Við teljum okkur geta boðið heildstæð skilyrði sem séu til þess fallin að leysa málið. Því er þessi leið farin.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00 Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00
Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41
Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53